Heimili og skóli - 01.08.1961, Blaðsíða 17

Heimili og skóli - 01.08.1961, Blaðsíða 17
HEIMILI OG SKÓLI 61 Dááadrengir Tíminn flýgur. — Og nú eru þeir fimmtugir — sextugir, sem voru kornungir fyrir fáeinum árum, — raunar allt of mörgum! Hina, sem enn eldri eru, ber hratt að brúninni. Já, þannig gengur þetta sigurverk tímians. En einn sætasti ilmur ellidaganna er minningin um glaða og góða menn, sem á veginum urðu, — samstarfsmenn með logandi áhuga á þegnhollu starfi og heitt og gott hjarta í brjóstinu. I>á blessa ég alla og þakka þeim af ein- lægum hug. Og nú eru mér einkum tveir slíkir í hug, sem náð hafa aldursmarki, er nokkra athygli vekur, — einkum þó hinu sextuga, — hið fimmtuga gleður með því að vera ekki hærra! Og svo heita þeir Jónas og Tryggvi, nöfn sem voru á flestra vörum fyrir 30—40 ár- um, að vísu á öðrum kollum og eitt- hvað umdeild þá, en nú státiað af, ým- ist á beinan eða óbeinan hátt, og hreint ekki að ástæðulausu. Og þann- ig gengur einnig þetta. Og þessara vina minna, sem ég á hér við í dag, þeirra Jónasar frá Brekknakoti og Tryggva Öxndælings, nánasta ættingja Jónasar Hallgríms- sonar, mun áreiðanlega margur minn- ast með hlýhug eftir áratugi, þótt þeir séu ekki umdeildir nú. Því að það ætla ég, að þeir sem á annað borð eitt- ihvað til þeirra þekkja, og þeir eru margir, ljúki á þá lofsorði. Og tilgang- ur minn hér er einvörðungu sá, að fá að vera í þeim hópi, sem viðurkennir ágæti þeirra og færir þeim þakkir. Tryggva Þorsteinssonar hefur þetta rit getið á viðeigandi hátt. Mætti ég þar við bæta samþykki nrínu, einhuga og afdráttarlaust. Tryggvi Þorsteinsson er heilsteypt- ur áhuga- og atorkumaður, prýðilega gefinn, bráðsnjal'l kennari, ágætur að láta börnin ög unglingana taka þátt í okkiar eigin störfum, og þá helzt þeim, sem vekja vinnugleði og kallar fram skapandi ímyndunarafl. Þess vegna eigum við sjálf að vera með í leikjum þeirra, hinum alvarlegu, skapandi leikjum, sem veita þó gleði, yndi og dægrastyttingu fyrir kynslóð- irnar í heild. Þá fær lífið hinn rétta, heilbrigða blæ. Þýtt úr Norsk pædagogisk tidskrift. H. J. M.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.