Heimili og skóli - 01.08.1961, Blaðsíða 8

Heimili og skóli - 01.08.1961, Blaðsíða 8
52 HEIMILI OG SKÓLI Ofnotkun prófa Þegar erlendir skólamenn rekast hingað í heimsókn eða heyra sagt frá skólamálum á íslandi er einkum tvennt, sem vekur undrun þeirra flestra. Annað er, hversu mikið við notum próf og einkunnir allt frá 1. skólaári. Hitt atriðið er röðun í bekki eftir getu, einnig frá byrjun skólagöngu. f þessum greinarstúf verður farið nokkrum orðum um próf og einkunnagjöf. í síðustu grein var örlítið minnst á, hvernig háttað væri prófum í barna- skólum í Noregi. Skal fyrst sagt nánar frá þessu atriði. Engin próf eru haldin né einkunnir gefnar þrjú fyrstu árin í barnaskóla. Frá og með lokum 4. skólaárs skal færa einkunnir í einkunnabók barnsins. í 5. og 6. bekk (11 og 12 ára bekkjum hjá okkur), skal gefa einkunnir tvisvar á skólaár- inu. En kennari, sem er andvígur því að halda próf í bekk sínum og gefa einkunnir í 4.-6. bekk, getur með samþykki skólastjóra og fræðslustjóra, fengið undanþágu frá hinni almennu reglu. Kennarar taka sjálfir saman verkefnin og ákveða, bvort prófið skuli vera munnlegt eða skriflegt eða hvorttveggja. í Noregi er barnaskólinn til loka 7. skólaárs og þá er lokapróf, skriflegt í norsku, reikningi og e. t. v. ensku. Próf í öðrum greinum mun vera munnlegt. Sérstök nefnd, skipuð af fræðsluráði, semur verkefni og próf- dómarar eru til kvaddir. Einkunna- stig eru aðeins fimm. Notaðir bókstaf- irnir S (sérlega gott), M (mjög gott), G (gott) Ng (nokkuð gott) og Lg (lé- legt). Ekki má setja mínus eða plús við þessa bókstafi. í aðalatriðum mun svipuð ein- kunnagjöf tíðkast á öllum Norður- löndum. Sums staðar er prófum jafn- vel enn minna beitt en lýst var hér að framan. Frá Svíþjóð hefi ég heyrt, að nokkur undanfarin ár hafi verið sleppt lokaprófum úr einstaka gagn- fræðaskólum og nemendur þeirra teknir próflausir upp í menntaskóla — þeir, sem óskuðu. Fylgir það með, að þessi tilraun hafi þótt gefast prýði- lega og ekki skapað nein vandræði í viðkomandi menntaskóla. Hvernig er þessu háttað hér heima? Því þarf ekki að lýsa í einstökum atrið- um fyrir íslenzkum kennurum né for- eldrum. Að vísu er lítilsháttar munur á frá einum skóla til annars, hversu langt er gengið í prófum og einkunna- gjöf, en í aðalatriðum er alls staðar sami háttur á hafður: Próf í nær öll- um greinum frá 1. skólaári og ekki aðeins einu sinni á skólaári, heldur tvisvar. Það er í stuttu máli skoðun mín, að við göngum allt of langt í notkun prófa og einkunna. Ég held, að þessi ofnotkun prófa sé í sumum náms- greinum beinlínis skaðleg fyrir að minnsta kosti nokkurn hluta barn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.