Heimili og skóli - 01.08.1961, Qupperneq 8
52
HEIMILI OG SKÓLI
Ofnotkun prófa
Þegar erlendir skólamenn rekast
hingað í heimsókn eða heyra sagt frá
skólamálum á íslandi er einkum
tvennt, sem vekur undrun þeirra
flestra. Annað er, hversu mikið við
notum próf og einkunnir allt frá 1.
skólaári. Hitt atriðið er röðun í
bekki eftir getu, einnig frá byrjun
skólagöngu. f þessum greinarstúf
verður farið nokkrum orðum um próf
og einkunnagjöf.
í síðustu grein var örlítið minnst á,
hvernig háttað væri prófum í barna-
skólum í Noregi. Skal fyrst sagt nánar
frá þessu atriði. Engin próf eru haldin
né einkunnir gefnar þrjú fyrstu árin í
barnaskóla. Frá og með lokum 4.
skólaárs skal færa einkunnir í
einkunnabók barnsins. í 5. og 6. bekk
(11 og 12 ára bekkjum hjá okkur),
skal gefa einkunnir tvisvar á skólaár-
inu. En kennari, sem er andvígur því
að halda próf í bekk sínum og gefa
einkunnir í 4.-6. bekk, getur með
samþykki skólastjóra og fræðslustjóra,
fengið undanþágu frá hinni almennu
reglu. Kennarar taka sjálfir saman
verkefnin og ákveða, bvort prófið
skuli vera munnlegt eða skriflegt eða
hvorttveggja.
í Noregi er barnaskólinn til loka 7.
skólaárs og þá er lokapróf, skriflegt í
norsku, reikningi og e. t. v. ensku.
Próf í öðrum greinum mun vera
munnlegt. Sérstök nefnd, skipuð af
fræðsluráði, semur verkefni og próf-
dómarar eru til kvaddir. Einkunna-
stig eru aðeins fimm. Notaðir bókstaf-
irnir S (sérlega gott), M (mjög gott),
G (gott) Ng (nokkuð gott) og Lg (lé-
legt). Ekki má setja mínus eða plús við
þessa bókstafi.
í aðalatriðum mun svipuð ein-
kunnagjöf tíðkast á öllum Norður-
löndum. Sums staðar er prófum jafn-
vel enn minna beitt en lýst var hér að
framan. Frá Svíþjóð hefi ég heyrt, að
nokkur undanfarin ár hafi verið
sleppt lokaprófum úr einstaka gagn-
fræðaskólum og nemendur þeirra
teknir próflausir upp í menntaskóla
— þeir, sem óskuðu. Fylgir það með,
að þessi tilraun hafi þótt gefast prýði-
lega og ekki skapað nein vandræði í
viðkomandi menntaskóla.
Hvernig er þessu háttað hér heima?
Því þarf ekki að lýsa í einstökum atrið-
um fyrir íslenzkum kennurum né for-
eldrum. Að vísu er lítilsháttar munur
á frá einum skóla til annars, hversu
langt er gengið í prófum og einkunna-
gjöf, en í aðalatriðum er alls staðar
sami háttur á hafður: Próf í nær öll-
um greinum frá 1. skólaári og ekki
aðeins einu sinni á skólaári, heldur
tvisvar.
Það er í stuttu máli skoðun mín, að
við göngum allt of langt í notkun
prófa og einkunna. Ég held, að þessi
ofnotkun prófa sé í sumum náms-
greinum beinlínis skaðleg fyrir að
minnsta kosti nokkurn hluta barn-