Heimili og skóli - 01.08.1961, Blaðsíða 16

Heimili og skóli - 01.08.1961, Blaðsíða 16
60 HEIMILI OG SKÓLI að ofhlaða börnin með námsgreinum og vinnuaðferðum, sem leitt geta til „skólaþreytu" og óbeit á vinnu. Við þekkjum öll gamla slagorðið, að skólanum beri að haga störfum sín- um eftir áhuga barnanna á hverju þroskastigi, og að skólinn eigi að leiða börnin út fyrir hin þröngu takmörk skólastofunnar og námsgreinanna, út í lífið fyrir utan. Þessar kenningar verðum við sífellt að hafa í huga, ræða þær og endurskoða, og ekki sízt nú, þegar börnunum er ætlað að þrífast í skólanum í minnst 9 ár (Það er skóla- skyldan í Noregi. — Þýð.), og eiga á þessum tíma að þroskast bæði í vinnugleði, ábyrgðartilfinningu og samfélagskennd. Margt af því, sem er að gerast í fé- lagslegum efnum í samfélagi okkar í dag, ætti að mega nota til að vega upp á móti þeim vandamálum, sem hin tæknilega þróun skapar í lífi ungling- anna. Og þegar við heyrum kröfurnar um styttri og styttri vinnutíma, fer ekki hjá því, að okkur gruni að hér sé um að ræða fyrst og fremst, að losna við vinnuna. En hitt má einnig vera, að hér sé um það að ræða að fá styttan skylduvinnutímann við einhliða störf í verksmiðjum, á skrifstofum og sölu- búðum til að geta betur sinnt hinu sjálfvalda, frjálsa og skapandi starfi. Það er kannski þörfin á starfi, sem er einnig leikur, sem felur í sér hina sönnu vinnugleði? Hér eiga foreldrar og börn að geta mætzt á ný. Hin lifandi náttúra á ekki að vera neinn helgidómur, sem ekki má snerta við. Hún á að vera sameig- inlegt leiksvið, hvort sem um .er að ræða knatt'leiki eða grænmetisræktun. Félagsheimilin eiga að opna dyr sínar fyrir alls konar tómstundastarfi, sem foreldrar og börn þeirra eiga að stunda í sameiningu eða samhliða. Svo á fjölskyldan að fara smáferðir saman, en ekki hver í sínu lagi. Feður með 45 stunda vinnuviku og húsmæður, sem hafa nýtízku eldhús, uppgötva þá, að þau hafa ráð á því að vera foreldrar. Foreldrar, sem geta, eiga að blanda geði við börn sín í leik og gleði, bæði utan og innan heimilis- ins, heimilishamingju, vinnu og vinnu gleði. Og hvað svo sem þeir velja sér að tómstundastarfi eða til skemmtunar finna þeir vafalaust til þess, að þeir geta enn orðið sem börn í leik og starfi. Og þeir uppgötva það kannski nú, að það er rúnr fyrir aðra við hlið þeirra. Okkar tækniþróaða samfélag verður að skipuleggjast þannig, að for- eldrarnir uppgötvi gleðina af því að 1 ifa í innilegu samfélagi með sínum eigin börnum í leik og starfi. Við lifum í samfélagi, þar sem hinn óvirki, einangraði leikur er að ryðja sér of mikið til rúms, bæði í lífi barna og fullorðinna. Við getum fundið mikil, andleg verðmæti í list, íþróttum og öðru slíku. En það liggur alltaf nokkur hætta í að einhliða, óvirkur leikur, sem felur ekki í sér sjálfstætt takmark, einangri okkur um of. Sér- staklega þó, ef fullorðnir og börn fara þar hvort sína leið. Þá er hætt við að sambandið á milli þeirra slitni og þau gangi hvort sína leið tit í lífið. Bæði börn og unglingar þurfa þess með að njóta samvista hinna full- orðnu, bæði í leik og starfi. Þess vegna verðum við, ef það er mögulegt,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.