Heimili og skóli - 01.08.1961, Side 37
HEIMILI OG SKÓLI
81
drengurinn að tala á eðlilegan hátt.
Starf mitt við að lækna þá málgalla,
sem kallað er stam, hófst með næstum
örvæntingarfullri tilraun til að finna
orsakir til þess að ég fór að stama og
aðferð til að lækna þetta fyrirbrigði.
Þegar við hófum rannsóknir við
Iovaháskólann 1934, var ekki enn
fundin nein vísindaleg skýring á því,
af hverju þetta fyrirbrigði stafar. Þótt
milljónir manna út um allan heim
þjáist af þessu sjúklega fyrirbæri. Við
þykjumst þó geta sagt það, að stamið
muni eiga sín fyrstu upptök í eins
konar mistökum eða óhappi, og einn-
ig, að þetta sé óhapp, sem hægt er að
koma í veg fyrir. Þessi málgalli fer
fyrst >að verða að alvarlegu viðfangs-
efni fyrir barnið, þegar foreldrarnir
hafa skipað því þar á bekk. Þetta ier
mikilvæg uppgötvun, ekki aðeins
vegna foreldranna og kennaranna,
heldur einnig vegna margra annarra
fullorðinna- sem hafa stamað síðan
þeir voru börn.
Stundum getur það litið svo út sem
stam gangi að erfðum. En rannsóknir
okkar benda til, að þessi „arfur" stafi
einungis frá umhverfinu. Árið 1939
stjórnuðu tveir nemendur mínir nám-
skeiði fyrir fullorðið, stamandi fólk.
I einni deild þessa námsskeiðs voru sex
stamandi einstaklingar úr sömu fjöl-
skyldunni. Þeir sögðu frá því, að í
fjóra ættliði hafi alltaf verið meira og
minna af stamandi fólki í ættinni og,
að í fimmta ættlið stömuðu átta af 24
meðlimum fjölskyldunnar, eða hefðu
gert það. í þessari fjölskyldu voru
menn auðvitað sannfærðir um, að hér
væri um arfgengi að ræða.
Flestir þessara fjölskyldumeðlima
notuðu sér einnig þá upplýsingaþjón-
ustu sem Háskólinn veitti í þessurn
efnum og það, sem þeir lærðu þar,
hlýtur að hafa haft veruleg áhrif á
uppeldi hinnar fi. kynslóðar, því að af
börnum þessa ættliðar stamar ekki eitt
einasta. — Hvers vegna? Móðir, sem
sjálf stamaði, en átti börn, sem voru
heilbrigð á þessu sviði, svaraði:
„Vegna þess að við tölum ekki eins
við okkar börn, þegar þau voru að læra
að tala og foreldrar okkar töluðu við
sín börn, þegar við vorum lítil.“
Til þess að komast að raun um,
hvernig þessi málgalli þróast og til að
finna leiðir til að lækna hann, höfum
við undanfarin ár komið af stað þrenn-
um rannsóknum, sem náðu til um það
bil 300 barna, sem öll voru nýbyrjuð
að stama og um það bil 1000 foreldra.
Börnin og foreldrarnir voru þaulspurð
um allar aðstæður og um óteljandi at-
riði, sem hugsanlega gátu haft ein-
hverja þýðingu í þessum efnum. Til
samanburðar við þessar rannsóknir
höfum við svo 500 börn, sem höfðu
heilbrigt málfar. Þau voru þannig val-
in, að þessir tveir flokkar svöruðu
hvor til annars, barn fyrir barn, með
tilliti til aldurs, kyns, gáfnafars o. fl.
Við fundum engan mun á líkamleg-
um þroska þessara flokka eða heil-
brigðisástandi þeirra.
Ekkert þessara barna höfðu orðið
fyrir nokkru óhappi við fæðingu. í
stórum dráttum voru þau öll farin að
skríða, standa eða ganga, klæða sig
sjálf og segja fyrstu orðin á sama ald-
ursskeiði. Ekki var heldur hægt að
finna neinn mun á börnunum varð-
andi hreyfingar varanna, tungunnar,
kjálkanna eða á andardrættinum.