Heimili og skóli - 01.08.1961, Side 49

Heimili og skóli - 01.08.1961, Side 49
HEIMILI OG SKÓLI 93 kraftaverk lífsins er hluti af þeirri sögu, sem byrjaði með gagnkvæmri ást foreldra þeirra, hugsa ekki um kyn- ferðismál sem eitthvað óhreint. Þeir kveljast ekki af forvitni og þeir stelast ekki til að lesa sóðalegar bækur um þessa hluti. Ef við ölum börn okkar upp við heilbrigðari afstöðu til kynlífsins, er hálfur sigur unninn. Hinn heilming- urinn vinnst með því að fylgjast með stóra drengnum okkar eða stóru stúlk- unni. Á vorum dögum vilja ungling- arnir verða fullorðninr svo fljótt sem mögulegt er. Telpurnar linna ekki lát- um fyrr en þær fá að klæðast eins og fullorðnar konur og lifa eins og full- orðnar konur og þarna eru alltaf sömu rökin: „Já, en þetta gera allar aðrar stúlkur." Hið bezta svar sem foreldrar gætu gefið, væri þetta: Við höfum engan á- huga fyrir „öllum hinum“, við hugs- um bara um þig. Það ert þú, sem við berum ábyrgð á. Annars er það oft svo, að ungling- unum finnst eins konar hjálp í því, ef foreldrarnir segja „Nei“. Þeim finnst þrátt fyrir allt nokkurt öryggi í því að finna til þess að sterkir og um- hyggjusamir armar umvefja þá. Þeir óska þess í raun og veru, að vera vernduð gegn sínum eigin duttlung- um og reynsluleysi. IÞetta fann ég fyrir fimm árum, þegar dóttir mín, sem þá var stór skólatelpa, þrábað um að nvega fara á stúdentadansleik, sem var haldinn alllangt frá heimili okkar. Svar mitt var stutt: „Nei, þú ert of ung til að sækja slíkar skemmtanir.“ Mér til mikillar undrunar svaraði hún: „Ja, mér finnst það nú í raun og veru sjálfri, en ég vildi nú samt reyna að spyrja um þetta.“ Það væri ekki rétt að halda því fram, að allir unglingar legðu svo mik- ið kapp á að verða stórir fyrir tímann, en margir, sem væru til með að bíða með það í nokkur ár, fá það varla fyrir mæðrum sínum. Sumar mæður eru svo bráðlátar með að ota hinum ynd- islegu dætrum sínum fram á sýningar- sviðið til þess að vekja athygli, að þær geta varla beðið þar til þær geta klæðzt eins og gjafvaxta meyjar. Móðir, sem hvetur 13 ára dóttur sína til að halda sér til fyrir piltum, ætti ekki að verða neitt hissa, þótt stúlkubarnið hennar væri hálftrúlofað, þegar hún er 15 ára, og heimtaði svo að gifta sig, þegar hún væri 17 ára. Eg skrifaði einu sinni upp nokkur hollráð til foreldra um hvernig ala eigi upp börn. Ég vil gjarnan birta þau á ný: Munið, að barn er gjöf frá guði, og sú dýrmætasta af öllum gjöfum. Reyn- ið ekki að móta barnið í yðar eigin mynd, föðurins, bróðurins eða ná- grannans. Hvert barn ersjálfstæð vera, og hún á að hafa leyfi til að vera hún sjálf. Talaðu alltaf kjark í barnið, þótt eitthvað mistakist fyrir því. Það má aldrei bera það saman við annað barn, sem hefur meiri heppni með sér. Munið, að reiði og þrjózka eru eðli- legar tilfinningar. Hjálpið barni yðar samt að finna leiðir til að komast fram hjá þessum geðsveiflum, t. d. í leik eða starfi. Annars eigið þér á hættu að þessum geðtruflunum slái inn og valdi líkamlegum éða andleg- um óþægindum.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.