Heimili og skóli - 01.08.1961, Page 7

Heimili og skóli - 01.08.1961, Page 7
HEIMILI OG SKÓLI 51 legur hégómi — heldur á skýru og réttu máli. Á engan annan hátt geta þeir búið barnið betur undir skóla- námið og raunar lífið sjálft en með því að tala við það um allt það, sem það sér, heyrir og skynjar umhverfis sig. Með því móti opnast heimurinn fyrir því miku fyrr en ella. Þegar í skólann kemur er svo til- tölulega auðvelt að byggja á þessum trausta grundvelli, sem heimilin hafa lagt. Hin börnin, sem lítið er talað við, lítið sagt til fróðleiks og skemmt- unar, verða aftur átakanlega orðfá og snauð. Sjálfsagt hafa kennarar of lítinn tíma til að tala við börnin um daginn 02: vearinn. Þar fer allur tíminn í hin- ar föstu námsgreinar. Margir gera það þó. Ég þekki kennara, sem notar einhverja stund á hverjum degi til að kenna börnunum gamla, íslenzka málshætti og gátur, sem þau eiga svo að glíma við. Þá má ekki gleyma að skýra orð, sem þau ekki skilja, svo að málskilningur þeirra og orðaforði fari vaxandi með hverjum degi. Þá getur það verið ómetanlegt fyr- ir börnin, að þeim séu sagðar sögur og ævintýri, að minnsta kosti á meðan þau geta ekki sjálf lesið. Það gefur ímyndunaraflinu vængi. Foreldrar þyrftu því að kaupa léttar og skemmtilegar barnabækur löngu áður en börnin geta notað þær sjálf, ef þeir treysta sér ekki til að búa sögurnar til sjálfir, sem er í raun og veru ákaflega auðvelt, og til þess þarf engin skáld né rithöfunda. T. d. um litla fuglinn, sem á hreiður í skurðbakka eða trjá- grein — um litla fræið, sem sefur í moldinni og verður svo að blómi — litlu hagamúsina og lífsbaráttu hennar — litinn dreng eða litla stúlku og ævintýrum þeirra. Svona mætti lengi telja. Hér þarf ekkert nema góðan vilja. En nú kemur kannski andvarpið: „En hvaða tíma á ég að hafa til að gera þetta?“ Ég veit að hann er naumur víða. En alltaf eru j>ó til stundir, senr nota má. Til dæmis kvöldin. Þá ætti faðirinn oftast að vera heima. Það er gott fyrir börnin að sofna út frá skemmtilegri sögu. Þetta auðveldar líka börnunum að segja sjálf frá síðar, til dæmis þegar þau koma í skóla. H. J. M. SKRÍTLUR Albert Schweitzer var einhverju sinni spurður að því á hvern hátt foreldrar gætu alið börn sín upp til ríkrar ábyrgðartilfinn- ingar. „Það er fyrst og fremst um þrjár aðferðir að ræða,“ sagði hann. „Fordæmi, fordæmi og fordæmi." Konan mín og eg, sem stundum bæði nám, gerðum okkur ofurlítinn dagamun, skömmu eftir að fyrsta barnið okkar fæddist. Konan min hafðt lagt áherzlu á, að við greiddum lækninum, ljósmóðurinni og fæðingardeild- inni það, sem þeim bar, en þrátt fyrir það vorum við dálítið kvíðin fyrir því, hvernig við ættum að greiða aðra reikninga. Við sátum kvöld eitt og íhuguðum okkar ískyggilega fjárhag. Þá tilkynnti sonur okkar á sinn hátt, að hann vildi fá þurra bleiu. Þegar kona mín beygði sig yfir vögguna og sýslaði við drenginn, heyrði ég að hún taut- aði: „Þetta er eini hluturinn í húsinu, sem ekki er í skuld, og svo er hann ekki einu sinni vatnsheldur."

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.