Heimili og skóli - 01.08.1961, Síða 51

Heimili og skóli - 01.08.1961, Síða 51
HEIMILI OG SKÓLI 95 gerir það hana aðgengilegri til fræðslu. Hver kafli fjallar um ákveðinn þátt í umferðaregl- unum, og hverri grein fylgir ein eða fleiri skýringarmyndir. Bók þessi er mikill fengur fyrir kennara og aðra þá, sem leiðbeina þurfa í umferðaregl- um, og þyrfti hver kennari að eignast hana. Jón Oddgeir Jónsson, fulltrúi, hefur tekið bókina saman, en hann er manna færastur til leiðbeiningar á umferðareglum, og hefur gert þð um langt skeið. En Bjarni Jónsson hefur teiknað allar myndirnar í samráði við höfundinn. Prentun hefur Litbrá annazt. Hafi þeir báðir þökk fyrir kverið. Setberg. Svo nefnist lítið skólablað, sem Barnaskóli Garðahrepps hefur sent frá sér. Kom það út í apríl í vor. Þetta blað vekur sérstaka athygli vegna þess, hve vandað það er að öllum frá- gangi. Það er 32 blaðsíður að stærð og flytur margvíslegt efni, sem að mestu leyti er skrifað af börnum. í ritinu er fjöldi fallegra mynda úr skólalífinu. Þá vekur það og athygli, að flestum greinum og sögum barnanna fylgir tilsvarandi mynd, sem allar eru teiknaðar af tveimur skólatelpum. Myndir þessar eru ó- trúlega góðar. Þetta blað er börnunum i Garðahreppi til sóma. Skólastjóri Barnaskóla Garðahrepps er Vilbergur Júlíusson. Þ>egar pósturinn kemur Á hinum áhyggjulausu bernskuárum okkar, þykir okkur sem pósturinn sé einhver merki- legasti og öfundsverðasti maður í öllum heirn- inum. Hann getur hringt öllum dyrabjöllum, án þess að vera að hugsa um að forða sér sem fyrst. Enginn talar til hans styggðaryrði. Nei, það er nú öðru nær. Menn hafa auga á hon- um, þegar hann kemur og vona að hann hringi dyrabjöllunni. Því lengur sem hann nemur staðar utan við dyrnar, því kærkomn- ari er hann. Það bendir sem sé til þess, að hann hafi komið með mörg bréf, þegar það tekur hann svona langan tíma að finna þau. Og því fleiri bréf, sem hann hefur að færa, því meiri gleði. HEIMILI OG SKÓLI TÍMARIT UM UPPELDISMÁL Útgefandi: Kennarafélag Eyjafjarðar. Ritið kemur út i 6 heftum á ári, minnst 24 síður hvert hefti, og kostar árgang- urinn kr. 35.00, er greiðist fyrir 1. júní. Útgáfustjórn: Hannes J. Magnússon, skólastjóri. Eiríkur Sigurðsson, skólastjóri. Páll Gunnarsson, kennari. Afgreiðslu- og innheimtumaöur: Guðvin Gunnlaugsson, kennari, Vanabyggð 9, Akureyri. Ritstjóri: Hannes J. Magnússon, skólastjóri. Pósthólf 183. Akureyri. Sími 1174. Prentverk Odds Djörnssonar h.f. Það er alltaf eitthvað dularfullt við póst- inn. Hann kemur bæði með góðar fréttir ag vondar fréttir. En við hlökkum aðeins til hins góða. Við hugsum okkur hann eins og sólskífuná, sem aðeins telur sólskinsstundirn- ar. Hann er tákn þeirrar vonar, sem að eilífu grær í mannlegum hjörtum. Pósturinn þrammar upp útidyratröppurn- ar. Kannske er hann með fulla tösku af reikn- ingum, sem við helzt viljum vera laus við. En þrátt fyrir það missum við aldrei traust okkar á honum. Ef hann gengur fram hjá dyrum okkar, erum við honum ekki þakklát, þótt hann hafi kannske með því losað okkur við slæmar fréttir. Og við höfum grun um, að hann á einhven óskiljanlegan hátt hafi haft af okkur eitthvað merkilegt. Og þegar sá dagur rennur svo upp, að við hlökkum ekki lengur til þess, að pósturinn komi, verðum við að viðurkenna, að við höf- um tapað enn einhverju því bezta hér í líf- inu og gefið okkur á vald tálvona. Þá höfum við gefið upp vonina um, að draumaskip bernsku okkar nái nokkru sinni í höfn. A. G. Gardiner.

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.