Heimili og skóli - 01.08.1961, Side 28
72
HEIMILI OG SKÓLJ
/ Ijósastofunni.
Önnur var frá frk. Halldóru Bjarna-
dóttur, en hin frá Karli Finnbogasyni.
Bæði voru þau vel menntuð, gáfuð og
víðsýn og bæði liöfðu framast erlendis.
Halldóra fékk stöðuna, en mælt var
með því, að Karl fengi kennarastöðu
við skólann. Hann mun ekki hafa
þegið hana.
Með fröken Halldóru kemur ýmis-
legt nýtt inn í skólann. Með komu
hennar fer uppeldissjónarmiðið að
ryðja sér til rúms, en það var þá að
seytla inn í skólana á Norðurlöndum
og víðar. Hún kemur með nýtt loft,
og þá fyrst og fremst vegna þeirrar að-
stöðu sinnar að hafa kynnzt skólum
erlendis, en hún hafði verið kennari í
Noregi í 11 ár. Það er t. d. komið
betra skipulagi á handavinnukennsl-
una. Henni tekst að fá fjárveitingu til
bóka- og áhaldakaupa. Hún kom á
foreldrafundum og reglulegum kenn-
arafundum, og hún kom, af hreinlæt-
isástæðum, á skóskiptunum í skólan-
um, sem mun ekki hafa mælzt vel fyrir
í fyrstu, gengur sú saga, að þetta til-
tæki hennar hafi verið kært fyrir sýslu-
manni. Það má fullyrða, að hún hafi
markað djúp spor í sögu skólans, sem
eru greinileg enn þann dag í dag.
Hún segir starfinu lausu árið 1908.
Enn er skólastjórastarfið auglýst og
sækja nú 4 um stöðuna: Guðmundur
Ólafsson frá Sörlastöðum, sr. Sigurður
Guðmundsson frá Vatnsenda, Lárus
Bjarnason kennari og Sfieinþór Guð-