Heimili og skóli - 01.08.1961, Page 20

Heimili og skóli - 01.08.1961, Page 20
64 HEIMILI OG SKÓLI um, sem að vísu telja sig í eilífri þakk- arskuld við aðra, en geta þó á engan hátt tjáð þakklæti sitt. Ég hef einnig orðið þess var, að þeir menn þjást einnig af þessum sökum. I»á má enn nefna mennina, sem þjást af hugsun- inni um þakklætið, sem þeir komu of seint á framfæri, eða fengu aldrei látið ií ljós. Hvernig stendur nú á þessu, að sum- ir menn eiga þessa tilfinningu, aðrir geta ekki látið hana í ljósi, og enn aðr- ir verða alltaf of seinir til að koma henni á framfæri? Allt þetta á rætur að rekja til upp- eldisins, munu margir segja. Og það er að minnsta kosti víst, að þarna er hlutur uppeldisins mikill. Flestum foreldrum er þetta ljóst, og margir þeirra leggja mikla áherzlu á að kenna börnum sínum að tjá þakkir sínar, og stundum of mikla. „Geturðu nú ekki rétt honum hönd- ina og þakkað fallega fyrir þig?“ Hversu oft heyrum við ekki hina formföstu móður segja þetta við Pétur lit'la eða Dóru, þegar þeim hefur verið gefin kaka eða brjóstsykurmoli? Og hvaða áhrif hefur þetta svo á Pétur eða Dóru? Mjög misjöfn. Sum börn aka sér og snúa sér undan af feimni, þegar þau verða þess vör, að þau eru allt í einu orðin eins konar miðdepill meðal viðstaddra og geta ekki fengið sig til að verða við óskum móður sinn- ar. Onnur börn verða við þessu með íburðarmikilli en innantómri kurteisi. Þegar móðirin vill ekki láta undan barninu, getur þetta endað með skelf- ingu, þegar annaðhvort gerist, að Dóra litla sigrar en móðirin verður æst og reið, og sá sem gjöfina gaf móðgaður, eða að móðirin sigrar eftir dálitla skammaræðu, fortölur og kannski lítinn ilöðrung, en barnið rétt- ir fram höndina til málamyndar og tautar snöktandi eitthvað, sem á að vera þökk. Ef Pétur á hér hlut að máli, segir hann kannski „þökk“ með fýlu- svip, hneigir sig kæruleysislega og snýr á brott móðgaður á svip. Svona leiksýning á ekkert skylt við þakklæti. Hún er einskis verð. Hún er einskis virði fyrir gefandann, einskis virði fyrir móðurina og skaðleg fyrir barnið, sem gladdist ef til vill yfir gjöfinni, en sú gleði var drepin þegar í byrjun. Yfirleitt skiptir það mestu máli hvaða rök liggj>a á bak við þakklætis- uppeldi foreldranna. Allt of oft skipt- ir það mestu máli fyrir foreldrana að börnin uppfylli sjálfsagðar kurteisis- venjur á yfirborðinu og sýni það svart á hvítu, hve vel þau eru alin upp og hljóti lof fyrir hlutverkið í leikn- um. Þeir vilja að börnin séu þeim til sóma. Þetta er raunar ákaflega eigin- gjörn ósk okkar foreldranna, ef hún nær ekki lengra en það, að við hljótum sæmd af. Krafa foreldranna um þakklætistil- finningu frá hendi barnanna getur einnig átt rætur að rekja til þess, að við óskum eftir eins konar gjaldi fyrir eitthvað, sem við höfum veitt þeim, og sanni okkur að börnunum þyki vænt um okkur. Hér er eigingirnin enn á ferð. Sá, sem krefst alltaf þakklætis, skil- ur í .raun og veru ekki eðli þess Strindberg segir í skáldsögu sinni „Sonur þjónustukonunnar“, „sá, sem alltaf er á hnotskóg eftir þakklæti, er

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.