Heimili og skóli - 01.08.1961, Blaðsíða 27

Heimili og skóli - 01.08.1961, Blaðsíða 27
HEIMILI OG SKÓLI 71 kyrrstaða. Og þangað barst ekkert a£ nýju lífslofti. Miðaldaskipulag ríkti þá enn í flestum skólum álfunnar, og yfirheýrsluaðferðin var ríkjandi kennslufyrirkomulag. Kennaramennt- un var engin, en oft varð það til láns, að til kennslustarfa völdust góðir menn og göfugir, sem voru auðugri af hugsjónum, fórnarvilja og áhuga en sérmenntun, og það grær alltaf eitt- hvað gott í kringum slíka menn. Undir aldamótin fer að vakna meiri áhugi á skólamálum í landinu og einnig hér í bæ. Hingað til bæjarins koma þá tveir menningarfrömuðir, sem koma með nýtt lífsloft, en það eru þeir Klemens Jónsson sýslumaður og Páll Briem amtmaður. ,Þeir láta margt til sín taka og meðal annars skólamál- in. Um þessar mundir er farið að tala um byggingu nýs skóla, og hafði hon- um verið ákveðinn staður undir brekkunni, þar sem hann var síðar byggður, en þeir Klemens og Páll vildu reisa hann uppi á brekkunni, þar sem víðsýnið var meira. Þessi af- staða þeirra var táknræn fyrir viðhorf þeirra til fleiri mála. Þessi nýi skóli var svo vígður 18. okt. 1899 af Klemens Jónssyni, og var langstærsta bygging, sem bærinn hafði nokkru sinni ráðist í, og svona hefur það alltaf verið, að jafnvel á hinum mestu fátæktarárum, hafa það verið skólarnir og kirkjurnar, sem helzt hafa sett svip sinn á þorp og bæi. En með þessari skólabyggingu tókust um leið sættir á milli Akureyringa og Oddeyringa nm skólastað. Fyrsta skó'laárið í þessum nýja skóla voru um 66 börn. Voru nú kennslu- gjöld ákveðin sem hér segir: í efsta bekk 2,25 kr. á mánuði, í miðbekk 1,75 kr. og í neðsta bekk 1 kr. á mán- uði. Ef börn voru fleiri en eitt á heim- ili varð að greiða 25 aura með hverju barni. Arið 1901 er skólastjórastarfið við Barnaskóla Akureyrar auglýst laust, og hlaut það Kristján Sigfússon frá Varðgjá, og fær nú nafnbótina skóla- stjóri. Hann hafði menntiast á Möðru- völlum og Flensborg. Hans naut ekki lengi því að hann andaðist í byrjun skólaárs 1908. Það ár er stórmerki- legt í skólasögu íslands, en þá fáum við ný fræðslulög. Þá er kosin ný skólanefnd, en í henni voru þeir Geir Sæmundsson prestur, Stefán Stefáns- son skólameistari og séra Jónas frá Hrafnagili. Skólastjórastarfinu var nú slegið upp og bárust tvær umsóknir. í tannlœknastofunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.