Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1957, Síða 10

Læknaneminn - 01.04.1957, Síða 10
10 LÆKNA. NEMINN Æíingaritgerð í lyflæknisfræði: MIL TÍSS TÆKK UN (Spleuomegalia). Skilgreining: Miltað er talið stækkað (þ. e. kliniskt), er það nær niður fyrir vinstri rifjaboga (arcus costarum sin.), en þegar svo er komið, er miltað orðið 3svar sinnum stærra en það er vanalega. Áður en lengra er haldið, skal gerð stutt grein fyrir stærð, legu og störfum miltans. Stærðin getur verið nokkuð mismunandi. Setja sumri neðri mörkin við 50 g og þau efri við 300 g sem eðlilega þyngd miltans (S. Wright). En venjuleg þyngd miltans (hjá full- orðnu fólki) mun þó vera 150— 200 g. Miltað liggur efst í kviðarholinu upp við þindina, vinstra megin við col. vertebralis, á milli 9.—11. rifs. Lengdarás miltans fylgir stefnu 10. rifs v. m. Lengd miltans er um 12 cm, breiddin 7 cm og þykkt- in 3 cm. Líffæri þau, er liggja að miltanu eru: magi, v. nýra, briskirtill og fistill (flexura lienalis coli). Um gerð miltans er þetta helzt: Utan um það er bandvefshjúpur (capsula fibrosis lienis), sem geng- ur með greinum a. lienalis inn í miltað. Frá þessum slíðrum og hjúpnum sjálfum ganga ótal marg- ir fínir bandvefsstrengir (trabe- culae) um miltað þvert og endi- er talið einna vænlegast, eins og nú standa sakir, til árangurs í við- leitninni að verjast tannskemmd- um, og sennilegt, að á næstu ár- um eða áratugum verði veruleg not þessa. langt og mynda eins konar grind, sem ,,pulpan“ er í, þ. e. pulpa ru- bra. A. lienalis, sem við hilus lienis skiptist í 6 eða fleiri greinar, deil- ist fljótlega í smáar ,,arteriur“, sem ganga með trabeculae. Síðan ganga fínar greinar frá trabe- culae inn í pulpa rubra, hjúpaðar lymfuvef, er brátt gerist fyrir- ferðarmeiri og myndar smá lymfu- hnúta, corpuscula malphigii, og nefnast þá aa. centralis. Aa. cent- ralis greinast, er þær koma út úr hnútunum, í aa. penicilli. Um framhaldið eru menn svo ekki á einu máli. Sumir segja Gray’s anatomy), að aa. penicilli opnist beint út í pulpa rubra, en aðrir segja (M. N. Richter), að alls ekki sé vitað með hvaða hætti arteriu- greinar tengjast venugreinum, og í þriðja lagi er sú kenning (Kin- sely, M. Kenzie), að þær gangi yfir í „capillerur", er opnist inn í ,,sinusana“. „Sinusarnir", sem mynda upphaf venukerfisins í miltanu, hafa þá sérstöðu, að „en- dothel“-frumurnar,er mynda veggi þeirra, hafa „phagocyterandi" hæfileika, þ. e. mynda hluta af ,,reticulo-endothelial“ kerfinu. Ut- an um „sinusana" eru svo „reti- culumfibrur". Deilur hafa staðið um það, hvort blóðkorn kæmust í gegnum veggi „sinusanna" eða ekki. Samkv. rannsóknum Kinse- ly’s geta þær það ekki. En Mac- Kenzie, sem notaði sömu rann- sóknaraðferð, komst að þeirri nið- urstöðu, að blóðkornin kæmust auðveldlega í gegnum veggi sinus- anna.

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.