Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1957, Side 30

Læknaneminn - 01.04.1957, Side 30
30 LÆKNANEMINN komulagi hinna svonefndu auka- greina. Formaður taldi, að leggja ætti aðaláherzlu á breytingu á verk- legri kennslu, þar sem þar mun helzt vera úrbóta þörf. Þetta sameignilega álit er ekki nema tilraun og unnið í flýti, og sennilega margt vanhugsað í því. En þetta er aðeins byrjunin, og nauðsynlegt, að meira komi á eftir. Kjósa þarf nefnd stúdenta, sem vinni betur að þessum málum og taki til athugunar alla kennslu deildarinnar. Síðan bauð formaður prófessor- unum orðið. Tók þá til máls próf. Snorri Hall- grímsson: í upphafi ræðu sinnar þakkaði prófessorinn stúdentunum boðið, kvað sig hafa ánægju af að koma til viðræðu við stúdenta, þar sem hann áliti, að fundir sem þessir, þar sem prófessorar og stúdentar skiptust á skoðunum, gætu verið hinir gagnlegustu og miðuðu að auknum gagnkvæmum skilningi. „Hlutverk læknadeildar," sagði prófessorinn, „er að gera stúdent- ana að eins góðum læknaefnum og hægt er.“ Þekkingin væri að vísu nauðsynleg, en stúdentum yrði að vera ljóst, að til þess að verða góður læknir, þyrf ti annað og meira að koma til, þ. e. meðfæddir hæfi- leikar — og einnig ættu enn í dag við orð Billroths „Nur ein guter Mensch, kan ein guter Arzt sein“. Þessu næst ræddi hann almennt um Læknadeild Háskóla íslands, sem í upphafi var sniðin eftir læknadeild Hafnarháskóla. Hún væri eðlilega stofnuð af vanefnum og hefði alltaf verið rekin af van- efnum — hlyti það óhjákvæmilega að hafa sett svip sinn á deildina. Ýmsar breytingar hefðu að vísu orðið á deildinni, frá því er hún tók til starfa, — ræddi meðal ann- ars þegar orðna og væntanlega kennarafjölgun. En þrátt fyrir allt hlyti hin íslenzka læknadeild að hafa skilað hlutverki sínu, a. m. k. vel sæmi- lega, því að allir myndu sammála um, að í dag ætti íslenzka þjóðin stóran hóp ágætra lækna. Hins vegar væri augljóst, að með breyttum aðstæðum, og þá sér- staklega fjölgun stúdenta, væri ýmsar breytingar innan deildar- innar æskilegar. Allar breytingar væru vanda- verk og menn yrðu að gera sér fulla grein fyrir, — hvar pottur- inn væri brotinn og hverju mætti breyta, áður en til breytingarfram- kvæmda kæmi. Vék hann síðan máli sínu að ofanskráðum tillögum. Taldi, að hér myndi rétt af stað farið — að því leyti að hér væri ekki gerð tilraun til að kollvarpa hinu reynda og rótgróna skipulagi, heldur val- in sú leiðin að stinga upp á ýmsum lagfæringum innan þess „ramma“, er þegar væri lagður. Prófessorinn ræddi síðan ein- stök atriði tillagnanna, möguleika og annmarka á framkvæmd þeirra. M. a. gat hann þess, að væntanlegt aukið húsrými 1 Landsspítala, myndi gera framkvæmanlega gagnrýningu á „journölum" og stúdentinn þannig hafa aukið gagn af „journaltökunni". Hins vegar kvað hann alla verk- lega kennslu stranda mjög á sjúkl- ingunum, þar sem flestum sjúkl- ingum væri af skiljanlegum ástæð- um illa við að vera „tilraunadýr" stúdenta. — Framtíðarlausnin æskilegasta væri því, að stúdentar fengju raunveruleg tilraunadýr,

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.