Læknaneminn - 01.04.1957, Page 36
36
læknaneminn
Fréttir úr deildinni.
Félagsstarf Félags læknanema.
Fundur í F.L. var haldinn mánudag-
inn 17. desember 1956. Fundarstaður
var matsalur Gamla Garðs, að venju.
Fundarsókn var miður góð, hefur því
eflaust valdið nálægð jólahátíðarinnar.
1 upphafi fundarins gerði formaður
grein fyrir nokkrum félagsmálum. H. a.
sagði hann frá því, að á fundi í Stú-
dentaráði þ. 8. nóvember s.l. var sam-
þykkt eftirfarandi tillaga frá þeim
læknanemunum, Grétari Ólafssyni og
Einari Baldvinssyni: „S.H.l. felur stjórn
ráðsins að sjá um, að því verði fylgt fast
eftir við rektor og háskólárað, að lækna-
deildin fái aftur til afnota líkskurðar-
herbergi það, er hún hafði í kjallara
háskólans. Jafnframt, að skorað verði
á prófessora læknadeildarinnar, að þeir
hafi forsögu um, að líffærafræðilegur
likskurður hefjist þar sem fyrst, og
helzt í vetur". Ennfremur önnur tillaga
frá sömu stúdentum um, að stjórn
ráðsins beiti sér fyrir því, að Háskól-
inn láti deildarfélögum í té húsnæði
fyrir starfsemi þeirra. Formaður sagði,
að stjórn F.L. mundi vinna að báðum
þessum málum í samráði við Stúdenta-
ráð. Fyrirlesari fundarins var Árni
Björnsson læknir. Hann flutti mjög fróð-
legt og greinargott erindi um handa-
slys. Að lokum var sýnd kvikmyndin
„Resuscitation in Cardiac Arrest".
Myndin er framleidd á vegum Squibb
lyfjaverksmiðjanna í Bandaríkjunum, og
hafa umsboðsmenn þeirra hér, O. John-
son & Kaaber h.f., eins og oft áður,
sýnt okkur þá vinsemd, að útvega okk-
ur hana.
Umræðufundur um kennslufyrirkomu-
lag deildarinnar var haldinn í I. kennslu-
stofu Háskólans 20. febr. 1957, og er
hans getið á blaðsíðu 28 hér í blaðinu.
„Hin árlega „orgia" eða árshátíð Fé-
lags læknanema, var haldin fimmtud.
21. febrúar 1957, I Tjarnarcafé. Bryn-
leifur H. Steingrímsson cand. med. flutti
þar skemmtilega og fjöruga ræðu um
starfsfólk sjúkrahúsa. Flútningurinn
hæfði efninu, og var með ágætum. Efnt
var til happdrættis. Þátttaka félags-
manna var meiri en oft áður, en virðu-
leiki samkomunnar svipaður.
Fundur var haldinn í félaginu þriðju-
daginn 12. marz á venjulegum fundar-
stað. Dr. Helgi Tómasson, yfirlæknir,
flutti mjög fróðlega og athyglisvert er-
indi um „læknanám". Gerði hann grein
fyrir þingi, sem fjallaði um menntun
lækna og haldið var í London 1953, en
hann sat það sem fulltrúi Háskóla Is-
lands. Rakti hann efni fyrirlestra og
umræðna, sem þar fóru fram og gat
um ýmsar merkilegar niðurstöður. Efni
erindisins verður ekki rakið hér nánar,
en LÆKNANEMINN vonast til að geta
birt erindið í næsta tölublaði, þó að
það hafi því miður ekki verið hægt
að sinni.
Próf.
Hér fer á eftir skrá um þá, er próf-
um luku i deildinni í lok síðasta haust-
missiris.
Embættispróf:
Ása Guðjónsdóttir II. betri, 135% (9,67).
Bragi Níelsson I., 149% (10,67).
Ólafur Ólafsson (Bjarnasonar) II. betri,
145% (10,38).
Ólafur Ólafsson (Gunnarssonar) I., 165%
(11,83).
Ólafur Haukur Ólafsson I., 150% (10,74).
Ragnar Arinbjarnar II. betri, 140 (10,00).
Ritgerðaverkef ni:
Lyflæknisfræði: Ödemata (Etiologia,
pathogenesis, greining og helztu atriði
meðf erðar).
Handlæknisfræði: Ueus. Helztu or-
sakir, einkenni, greining og helztu at-
riði meðferðar.
II. hluti:
Gauti Arnþórsson, Guðjón Guðmunds-
son, Guðmundur Pétursosn, Ólafur Ingi-
björnsson, Jacobine Paulsen, Snorri
Ólafsson, Snæbjörn Hjaltason, Stefán
Jónsson, Þorvaldur Veigar Guðmunds-
son.
I. hluti:
Ásgeir B. Ellertsson, Einar Valur
Bjarnason, Haukur Magnússon, Jóhann
Þorbergsson, Ólafur Örn Arnarson, Sig-
urður Sigurðsson, Sverrir Bjarnason,
Vigfús Magnússon, Þorgeir Þorgeirsson.
Embættispróf í tannlækningum:
Guðmundur Ólafsson I. 164%, 11,76.
Stefán Yngvi Finnbogason I., 165, 11,79.
II. hluti tannlækninga:
Guðmundur Ámason, Þorgrímur Jóns-
son.
I. hluti tannlækninga:
Guðjón Axelsson.
Fundir í Læknafélagi Reykjavíkur.
17. okt. 1956. 1. Oddur Ólafsson: Ferða-