Læknaneminn - 01.10.1971, Síða 5
— MINNING —
SIGURÐLR SVERRISSOIM
læknanemi
FÆDDUR 30.5. 1944
DÁINN 9.10. 1971
Sigurður Sverrisson, læknanemi, lézt í Landspítalanum aðfaranótt
níunda dags októbermánaðar 1971, aðeins 27 ára að aldri.
I byrjun septembermánaðar veiktist hann hastarlega eftir skurðað-
gerð við þrálátum sjúkdómi, sem bagað hafði hann í nokkur ár. Þrátt
fyrir frekari aðgerðir lækna í tæpar fimm vikur, hjálp eiginkonu hans
og hjúkrunarfólks í fádæma erfiðri sjúkralegu, sigraði dauðinn um
síðir þrek og viðnámsþrótt þessa unga manns.
Við félagar Sigurðar í læknisnámi á Landspítalanum stóðum hjá
og fylgdumst kvíðnir með áföllunum, sem yfir hann dundu þennan
langa septembermánuö, þó lengst af með von í huga. Nú stöndiun
við agndofa eftir. Horfinn er úr fámennum hópi íslenzkra læknanema
á síðasta námsári einn okkar beztu drengja.
Sigurður Sverrisson fæddist 30. maí 1944 í Reykjavík. Foreldrar
hans voru hjónin Emilía Sigurðardóttir og Sverrir Sigurðsson, lyfja-
fræðingur. Föður sinn missti Sigurður tíu ára gamall. Sigurður lauk
stúdentsprófi frá stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík vorið
1984. Hann stundaði nám í lífeðlisfræöi í Southampton í Englandi vet-
urinn 1964-’65, en innritaðist síðan í læknadeild Háskóla íslands haust-
ið 1965. Mimdi hann hafa lokið þaðan prófi á þessum vetri, hefði
honum enzt aldur til. Síðustu misserin gegndi hann í nokkra mánuði
störfum læknakandidats á fimm sjúkradeildum í Reykjavík. Einnig
gegndi hann stöðu aðstoðarlæknis á Vífilsstöðum í júnímánuði 1970.
Hann var ráðningastjóri Félags læknanema 1970-’71.
Sigurður byrjaði ungur í hljóðfæraleik og tónfræði, fyrst hjá Karli
O. Runólfssyni og síðar í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hann lék á
básúnu í drengjalúðrasveitum Reykjavíkur, síðan um margra ára skeiö
í lúðrasveitinni Svaninum. Á árunum 1966 og 1967 lék hann í Sinfóníu-