Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1971, Síða 6

Læknaneminn - 01.10.1971, Síða 6
hljómsveit íslands. Sigurður vaim lengi á námsárunum fyrir Raforku- málaskrifstofuna á sumrin, en einnig nokkuð á fyrstu vetrum læknis- námsins. Hann var veðurathugunarmaður á Hveravöllum sumarið 1964 og félagi í Jöklarannsóknafélagi Islands. Sigurður var kvæntur Matthildi Steinsdóttur, stádent og kennara. Þau giftust í desember 1964 og eignuðust einn son, Stein að nafni, sem nú er á sjöunda ári. Þau Sigurður og Matthildur kynntust strax á unglingsárum, og var samband þeirra óvenju innilegt. Þau voru samstilltir förunautar. Það stafaði frá þeim hlýju og alúð; - og var gott að sækja þau heim. Mattliildur veitti Sigurði mikinn styrk í veikindum hans, og síðasta mánuðinn sat hún við sjúkrabeð hans, hughreysti hann og annaðist. Hún hefur sýnt mikið hugrekki og stillingu í þessum þungbæru raunum. Missir hennar er mikill og óvænt- ur, en efnilegur sonur þeirra Sigurðar verður henni styrkur í djúpri sorg. Sigurður Sverrisson var dugnaðar- og mannkostamaður. Hann var meðalmaður á hæð og fremur þéttvaxinn, rauðbirkinn og hafði jafnan hýrt yfirbragð. Hann var gæddur heilbrigðri skynsemi í ríkum mæli og var næmur vel. Hann gat tileinkað sér mikið námsefni á skömm- um tíma, og kom það sér vel, þar sem aðstæður knúðu hann til að vinna aukalega með námi í læknadeild, einkum framan af. Sum okkar þekktu Sigurð frá bernsku og unglingsárum. Við, sem vorum honum samtíða í námsdvöl 1. hluta í Skotlandi sumarið 1967, nutum þar góðrar söngraddar hans, kímni og Ijúfmennsku. í þessum ferðum kynnast læknanemar í hverjum árgangi hver öðrum oft fyrst að einhverju ráði. Síðan kynnumst við betur, er árin líða, sennilega betur en í öðrum háskóladeildum. Við vinnum saman á námsskeiðum og í störfum á sjúkradeildum, skiptumst á vöktum og aðstoðum hvert annað. Þeim, sem með Sigurði Sverrissyni unnu ber saman um, að hann hafi gengið að vinnu af dugnaði og ósérhlífni. Hann var ýms- um þeim kostum búinn, sem bezt hæfa í læknisstarfi. Hann hafði góða dómgreind, var ljúfur í viðmóti og yfirlætislaus, en vandur að virðingu sinni. Hann hafði góð áhrif á sjúklinga og ávann sér traust þeirra. Slíkir eiginleikar eru mikilsverðir í umgengni við sjúkt fólk og verða tæplega lærðir af bókum. Starf það, sem Sigurður hafði á hendi fyrir Félag læknanema, þ.e. að skipa okkur niður á námskeið og í störf, er vandasamt og erilsamt, einkum þegar ástatt er í heilbrigð- isþjónustunni sem nú, að hæfan mannafla skortir víða. Þetta starf leysti Sigurður af hendi af einstakri lagni og samvizkusemi. Sigurður var ánægður meö þá braut, sem hann hafði valið sér og hugði gott til framtíðarstarfsins. En hann lézt áður en langþráðu takmarki yrði náð, eftir langan og fyrirhafnarsaman námstíma, aðeins örfáum mánuðum fyrir lokapróf. Fráfall hans er mikið tjón fámennu íslenzku samfélagi og íslenzkri læknastétt. Það brýnir okkur, sem eftir stöndum, til að vinna ötullegar en áður að hlutverki okkar sem verðandi læknar. Við vottum eiginkonu Sigurðar heitins, syni hans, móður, systur og öðrum nákomnum dýpstu samúð okkar. Félagar í læknadeild
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.