Læknaneminn - 01.10.1971, Page 8
8
LÆKNANEMINN
mikilvægar við greiningu smitsjúk-
dóma. Árangur þeirra fer mjög
eftir því, hvernig sýni eru valin,
hvenær og hvernig þau eru tekin.
Viss almenn atriði þarf jafnan
að hafa í huga: 1) að nægilegt
magn sýnis sé tekið, 2) að sýnið sé
einkennandi (representativt), 3)
að sýnið mengist ekki af óviðkom-
andi smitefni, 4) að sýnið sé rann-
sakað fljótt, 5) að sýnið sé tekið
áður en lyfjameðferð er hafin.
Með þessum rannsóknaraðferð-
um er í fyrsta lagi reynt að finna
smitefni (bakteríur, veirur o.s.frv.)
í sýninu (ræktun) og í öðru lagi
að sýna fram á hækkun mótefna
í blóði (serologisk rannsókn).
Ef grunur leikur á sýkingu með
bakteríum, koma helzt til greina
ræktanir. Fer það eftir einkennum,
hvernig sýni eru valin, en algeng-
ast er að taka sýni til ræktunar úr
þvagi, ígerðum, hálsi, hráka, nefi
og eyra. 1 vissum tilvikum eru
ræktanir úr blóði, mænuvökva,
hægðum, liðvökva og brjósthols-
vökva mikilvægar.
Þegar tekið er blóð til serolog-
iskrar rannsóknar, er tekið heil-
blóð, ca. 8 ml. Senda þarf 2 eða
fleiri sýni með ca. viku millibili,
Ef grunur leikur á sýkingu með
veirum, koma ýmist til greina sero-
logisk próf eða ræktanir.
Þau serologisku próf, sem eink-
um eru notuð, eru komplement-
bindipróf, hemagglutinations-inhi-
bitionspróf, virusneutralisations-
próf, kuldaagglutinations- og Paul-
Bunnels próf.
Nauðsynlegt er að taka tvö blóð-
sýni, 5-10 ml heilblóð með 10-20
daga millibili, og hið fyrra eins
fljótt og auðið er.
Algengustu sýni til ræktunar á
veirum eru skolvatn úr hálsi,
(einnig má nota sýni tekið á bóm-
ullarpinna og geymt í Löffler-röri)
saur og blóð. Einnig er oft ræktað
úr mænuvökva, innihaldi úr blöðr-
um og bólum, hreistri af útbrot-
um o.fl.
Hér á eftir verður getið nokkuð
nánar helztu rannsóknaraðferða,
er beita má við greiningu einstakra
sjúkdóma.
Skarlatssótt (scarlatina)
Mynd 1 sýnir fjölda skráðra til-
fella af skarlatssótt hér á landi
samkvæmt heilbrigðisskýrslum á
30 ára tímabilinu 1938-1967.
Skarlatssótt er nokkuð algengur
sjúkdómur, og virðist tíðnin ekki
verulega hafa minnkað á þessu
tímabili.
Við rannsókn skólabarna í
Stokkhólmi taldi J. Ström, að 17 %
barna á aldrinum 12-13 ára hefðu
fengið skarlatssótt. I hóprannsókn
Hjartaverndar á Reykjavíkur-
svæðinu 1967-68 á körlum á aldr-
inum 37-61 árs töldu 8-9% þátt-
takenda sig hafa fengið skarlats-
sótt.
Klinisk einkenni:
Sjúkdómurinn byrjar með háls-
bólgu og hita og oft uppköstum
og höfuðverk. Útbrot koma eftir
1-3 daga. Þau byrja í handarkrik-
um og nárum og breiðast síðan yf-
ir bol og útlimi. Útbrotin eru mjög
smáir, rauðir, upphækkaðir deplar.
Stundum eru þeir fáir og hverfa
fljótt aftur, stundum verða þeir
mjög margir, geta jafnvel runnið
saman yfir mikinn hluta líkamans.
í andlit koma þessi útbrot ekki,
en á kinnum sést einkennandi roði
(erythema faciei), og áberandi er
fölvi á húð kringum munn, Mjög
algengt er að sjá fleiður kringum
munn.
I tonsillum sjást oft gulir tapp-
ar og smáblæðingar sjást á gómn-
um. Tungan verður smám saman
dumbrauð en papillurnar mjög