Læknaneminn - 01.10.1971, Page 9
LÆKNANEMINN
9
700
600
500
400'
300'
200
100
4000
3000'
2000-
1000-
1940 '45 '50 '55 '60 '65
Mynd 1.
Fjöldi skráðra tilfella af skarlatssótt og' rauöum hund-
um á íslandi á 30-40 ára tímabili, 1938-1967 (skv.
Heilbrigðisskýrslum).
þrútnar. þannig að tungunni er oft
líkt við jarðarber í þessum tilvik-
um (mynd 2). Á 2.-4. viku byrjar
húðflögnun, sem oft er mjög ein-
kennandi hringlaga (mynd 3) —
sést þetta oft bezt á höndum eða
fótum.
Stundum getur gangur sjúk-
dómsins orðið afbrigðilegur. Scar-
latina fulminans er mjög bráður
sjúkdómur, er einkennist af háum
hita, stupor, coma, krömpum, húð-
blæðingum og að lokum losti og
dauða eftir 1-3 daga. Septisk scar-
latina (angina necroticans) ein-
kennist af necrosum í pharynx og
á gómbogum. Loks getur skarlats-
sótt verið án útbrota — scarlatina
sine exanthemate.
Fylgikvillar geta verið með
tvennu móti: vegna toxina eða
vegna sýkla. Helztu toxisku fylgi-
kvillarnir eru: synovitis (mjög
sjaldgæft) ,nephritis (uml% tilf.),
myocarditis (2-4%) og lymph-
adenitis (mjög sjaldgæft). Fylgi-
kvillar af völdum sýkla eru helzt-
ir: otitis, mastoiditis, peritonsilli-
tis, sinusitis, impetigo contagiosa.
Sérstakar rannsóknaraðgerðir
við greiningu:
1) Ræktun:
Tekið er sýni úr nefkoki og
hálsi og strokið á blóðagar-
plötu. Eftir sólarhring má
með berum augum greina