Læknaneminn - 01.10.1971, Page 12
12
LÆKNANEMINN
Fjöldi skráðra tilfella af mislingum og' hlaupabólu á
Islandi á 30 ára tímabili, 1938-1967 (skv. Heilbrigðis-
skýrslum.)
1) Ræktun:
Hægt er nú að rækta rubeola-
vírus, en það er ekki notað
sem greiningaraðferð.
2) Serologiskar aðferðir:
Einkum eru notuð eftirfar-
andi próf:
a) Hemagglutinations-inhibi-
tion próf
b) Complement-fixation próf
c) Ákvörðun á rubeola-speci-
fic IgG (immunglobulin
G) og IgM (immunglobu-
lin M).
Um tvö þau fyrrnefndu gild-
ir, að nauðsynlegt er að taka
tvö blóðsýni, hið fyrra eins
fljótt og unnt er eftir sýk-
ingu, hið síðara 10-14 dög-
um síðar.
Yfirleitt er ekki þörf á að beita
serologiskum greiningaraðferðum
við rauða hunda, nema í þeim til-
vikum, þegar grunur leikur á, að
ófrísk kona hafi smitast á fyrstu
þremur mánuðum meðgöngutím-
ans. Þar sem fóstureyðing kemur
til greina í slíkum tilvikum, er
nauðsynlegt að gera sér grein fyr-
ir, hvort sýking hafi raunverulega
átt sér stað, en það verður bezt
gert með ofangreindum serolog-
iskum prófum.
Rétt er í þessu sambandi að hafa
í huga, að um það bil 80-90% allra
kvenna hafa mótefni gegn rauð-
um hundum. Um helmingur þeirra,
sem telur sig ekki hafa fengið
þennan sjúkdóm, hefur mótefni
gegn rauðum hundum.