Læknaneminn - 01.10.1971, Page 23
LÆKNANEMINN
21
Mynd 1.
Microaneurisma og/eða smáblæðingar.
oft í þyrpingu og einkanlega í aft-
ari hluta sjónunnar. Þau geta
brostið og valdið blæðingum í sjón-
unni. Við venjulega augnbotna-
skoðun er oft ekki unnt að greina
microaneurisma frá litlum blæðing-
um („dots and blots“).
Microaneurisma og litlar blæð-
ingar valda yfirleitt ekki sjón-
skerðingu.
Útfellingar sjást sem gulleitar
skellur, oft staðsettar kringum
macula, þar sem mest hættan er
á, að þær valdi sjónmissi. Þær eru
fituútfellingar í ytri lögum sjón-
unnar og eru miklum mun algeng-
ari í „adult onset“ sykursýki.
„Cotton wool spots“ sjást sem
hvítleitar skellur, venjulega minni
og verr afmarkaðar. Þær eru ekki
eiginlegar útfellingar, heldur stafar
liturinn af bjúglopa í taugalögun-
Mynd 2.
■Qtfellingar á maculasvæðinu.
um í sjónunni. Þær valda ekki
sjónskerðingu sjálfar, en eru
hinsvegar ills viti, þar sem þær
eru venjulega samfara áframhald-
andi háræðalokunum.
Bláæðaútvíkkanir og lykkju-
myndanir eru stundum einu sýni-
legu breytingarnar, en eru venju-
lega samfara öðrum breytingum.
Slagæðabreytingar verða svip-
aðar og í æðakölkun, en jafnframt
geta orðið breytingar, sem sagðar
eru einkennandi fyrir sykursýki.
Nýæðamyndanir geta átt sér
stað bæði frá sjóntaugardoppunni
(optic disc) og utar í sjónunni. Þær
vaxa fyrst í yfirborði sjónunnar,
en síðar geta þær vaxið fram í
corpus vitreum og missa þá stuðn-
ing utanaðliggjandi vefja og verð-
ur því hættara að valda blæðing-
um. Slíkar blæðingar geta eyðzt