Læknaneminn - 01.10.1971, Side 24
LÆKNANEMINN
Mynd 3.
Útbreiddar nýæðamyndanir.
á nokkrum dögum eða vikum, en
oft valda þær varanlegri sjón-
skerðingu. Þegar nýæðarnar vaxa
fram í corpus vitreum, myndast
smám saman örvefur í kringum
þær (retinits proliferans), sem
valdið getur sjónskerðingu, ann-
aðhvort þegar hann liggur yfir
macula eða þegar hann veldur sam-
drætti í corpus vitreum og sjónu-
losi. Einnig getur þetta leitt til
glákumyndunar.
Nýæðamyndanir og örvefsmynd-
un verða nær eingöngu í sykur-
sjúkum, sem þurfa insulingjafir.
Nýæðar eru ills viti, þar sem 50%
þeirra, sem hafa þær, verða blind-
ir innan fimm ára (4).
Blæðingar frá nýæðum og ör-
vefsmyndun valda því blindu í syk-
ursjúkum, sem þurfa insulingjafir
(„juvenile type“ sykursýki), en
Mynd 4.
Örvefsmyndun (Retinitis proliferans).
útfellingar á maculasvæðinu eru
oftast blinduvaldurinn í sykursjúk-
um, sem ekki þurfa insulingjafir
(„adult onset“ sykursýki).
Þeir, sem verða sykursjúkir á
unga aldri, fá sjónuskemmdir
venjulega ekki fyrr en 10 árum
síðar, en um 85% hafa fengið
sjónuskemmdir í einhverri mynd
20 árum eftir upphaf sjúkdómsins
(4). Augnbotnabreytingar sjást
hinsvegar oft við greiningu sjúk-
dómsins í þeim, sem ekki þurfa
insulingjafir, sem líklega sýnir, að
þeir hafi haft sjúkdóminn í alllang-
an tíma, áður en hann varð
greindur.
Ofannefndar sjónuskemmdir eru
ekki sérkennandi (pathognomonic)
fyrir sykursýki, enda þótt hún sé
algengasta orsök þeirra. Microan-
eurisma s jást í háþrýstingi, thromb-