Læknaneminn - 01.10.1971, Síða 28
26
LÆKNANEMINN
mennt á frumunni, þetta voru fyr-
irlestrar, 10 tímar í viku, auk þess
var útbýtt miklu af fjölrituðum
blöðum, en stuðzt við histologiu
Blooms og Fawcetts til uppsláttar,
okkur var bent á kafla og kafla í
henni til að lesa. Svo var smásjár-
skoðun með demonstrationum
kennara, einn og hálfur tími tvis-
var í viku, vorum tíu til tólf í hóp
og tveir um hverja smásjá, auk
þess gátum við notað smásjárnar,
hvenær sem við vildum. Á haust-
misserinu voru þrisvar próf í smá-
sjárskoðun og lokapróf í henni og
allri histologiu voru í janúar.
ÞB: Þetta er talsvert öðruvísi,
sko!
FS: Já, auk þess var smákúrs-
us í genetik í nóvember og í statis-
tik á vormisseri, og svo byrjuðum
við strax um haustið á anatómí-
unni, og lokapróf var í henni í maí-
lok.
ÓGB: Vildirðu lýsa anatómíu-
kennslunni stuttlega eins og histo-
logiunni ?
FS: Systematik var kennd til
áramóta og notuð bók eftir próf-
essorinn við Karolinska, prófessor
Petrén. Eftir áramót hófst kennsl-
an í topografiu, og var ýmist not-
uð kennslubókin eftir Hafferl eða
bók eftir Hollingshead.
ÓGB: Sást Gray’s þarna?
FS: Nei, ekki nema hjá mér.
ÓGB: Var hún nokkuð skoðuð
af innfæddum?
FS: Nei.
GG: Hvernig var anatómíu-
kennslan nánar sagt?
FS: Það voru fyrirlestrar, sem
allir sóttu sameiginlega. Seinna um
daginn voru demonstrationir fyrir
litlar grúppur á líkum, sem búið
var að kryfja, og eftir áramót
byrjuðum við að kryfja sjálf, og
það var gert daglega. Þar voru
nemendur spurðir mikið, en ekkert
í anatómíufyrirlestrunum, sem
voru fluttir af mörgum og voru
hvern morgun.
GG: Hvernig var kennsluaðstað-
an?
FS: Hún var góð, við vorum í
alveg nýju, stóru húsnæði, fyrir-
lestrarsalurinn tók um 300 manns.
Á næstu hæð fyrir ofan voru stof-
ur fyrir 15 til 20 manns hver, þar
var kennslan fyrir grúppurnar og
krufningar ásamt demonstration-
um, og þar voru plastlíkön, bein
og önnur kennsluáhöld. Einnig var
stór krufningarsalur fyrir okkur.
Um hvert lík voru 15 manns, en
mönnum var skipt á líkin, tveir
og tveir í einu, og voru krufin þau
svæði, sem fluttur hafði verið fyr-
irlestur um þá um morguninn, og
síðast var mönnum hlýtt yfir pen-
súmið af aðstoðarkennurum.
ÞB: Var anatómíukennslan svip-
uð í Lundi?
GJ: Kennslan hefur sjálfsagt
verið svipuð, en útbúnaðurinn lík-
legast ekki eins glæsilegur, vorum
í gömlu húsnæði. Við vorum 12 um
hvert lík, 6 og 6 saman um hvorn
helming, gjarnan 2, sem dissiceruð-
um saman, um 4 tíma á dag, hitt-
umst svo á eftir og töluðum um
þetta. Og þarna voru alltaf nokkr-
ir aðstoðarkennarar allan daginn,
sem við gátum spurt, og mikið var
gert, einnig var áberandi mikið
spurt í fyrirlestrunum sjálfum,
sem voru fluttir af mjög mörgum,
hver kennari virtist flytja fyrir-
lestra aðallega úr sínu sérsviði. En
mér fannst áberandi í haust, þeg-
ar ég var að byrja, hve sambandið
milli nemenda og prófessora og
annarra kennara var öðru vísi en
hér heima. Maður var boðinn vel-
kominn og sagt, að nemendur ættu
að leita til kennaranna, hvenær
sem væri og hvar sem væri, allir