Læknaneminn - 01.10.1971, Blaðsíða 31
LÆKNANEMINN
27
buðust til að aðstoða mann, og
þarna þúast allir.
ÓGB: Og fannst ykkur þeir vera
vel að sér?
GJ: Já, það eru að vísu margir
kennarar þarna, sem eru að ljúka
námi, eða eru nýbúnir með það.
ÓGB: Var kennsluprógrammið
annars eins og Friðfinnur lýsti?
GJ: Já, við byrjuðum að vísu á
histologiunni eftir áramót og luk-
um henni í apríl. Kennslubókin var
eftir Bloom og Fawcett, og fyrir-
lestrum og smásjáræfingum var
svipað háttað og hjá Friðfinni. Við
höfðum hvert okkar eigin smásjá
og gátum fyrir utan demonstra-
tionirnar notað hana, hvenær sem
var til kl. 10 á kvöldin, jafnt virka
daga sem helga. Námsefnið í ana-
tómíu var það sama og í Stokk-
hólmi, og vikulega voru munnleg
próf. Eins var í histologiu á með-
an hún var. Einkunnir voru ekki
gefnar, maður fékk aðeins að vita,
hvort maður hafði staðizt próf, til
þess að geta tekið önnur stærri
skrifleg, sem voru öðru hvoru. I
vikulegu prófunum voru 4 nem-
endur inni í einu, og nemendur
máttu einnig spyrja í þessum próf-
um, þau voru allt eins discussionir,
ætlast til að nemendur lærðu á
þeim, Verkleg próf í histologiu og
krufningum voru einnig, en sjaldn-
ar. Fyrir utan þessa venjulegu
fyrirlestra var líka kennt í grúpp-
um eða hópum. Við vorum 4 í
hverri grúppu, og 3 grúppur höfðu
sér aðstoðarkennara.
FS: Þetta var alveg sambæri-
legt hjá okkur í Stokkhólmi, nema
í stað munnlegra prófa eru prófin
skrifleg.
ÞB: Og nemendum gekk vel?
GJ: 1 Lundi byrjuðu um það bil
94, og nær allir luku prófum, það
voru örfáir, sem hættu, og þeir fáu,
sem féllu, geta endurtekið prófin
í haust, og þetta mun hafa verið
tilsvarandi í Stokkhólmi.
ÓGB: Og lokaprófin í vetur
voru . . . ?
GJ: Við tókum lokapróf í þeim
fögum, sem kennd voru, histologiu,
systematik og topografiu ásamt
genetik og statistik. Næsta vetur
byrjum við á efnafræði, biokemiu
og fysiologiu og ljúkum því um
vorið, einnig er einhver sálfræði-
kúrsus. Þetta samsvarar nokkurn
veginn 1. hlutaprófi hér og nefnist
med. kand. próf þar. Öllu náminu
er lokið á 5 og y2 ári, og þá tekur
við kandidatsvinnan. Kúrsusvinna
á sjúkrahúsum hefst strax eftir
med. kand. prófið, og við erum
mjög víða á sjúkrahúsum, ég verð
í Málmey, veit ég.
GG: Nú hafið þið kynnzt kennsl-
unni hér heima og úti, í hverju
finnst ykkur munurinn?
GJ: Það er þetta stöðuga eftir-
lit úti og aðhald, hver vika er gerð
upp í lokin með prófi, við vitum
svo vel, hvar við stöndum, þegar
við förum í lokaprófið, höfum tek-
ið það mörg próf í faginu áður.
Þá er það allur kennslubúnaður-
inn og kennaraf jöldinn . . .
FS: Einnig er venja þarna. að
aðstoðarkennarar fara yfir prófin
með þeim nemendum, sem hafa
fallið.
ÓGB: En hvað höfðuð þið af að-
alprófessornum að segja?
FS: Já, prófessor Petrén sá ég
ekki, aðstoðarprófessor hans,
Gunnar Grant, kenndi hins vegar,
en aðeins um miðtaugakerfið.
GJ: Aðalprófessorinn, Hjort-
sjö, kenndi okkur fyrsta mánuð-
inn í haust, osteologiuna, hann
hefur skrifað kennslubækur í
hreyfingarfræði, ég ræddi dálítið
við hann, og hann bað að heilsa
prófessor Steffensen, ef við skyld-
um hitta hann.