Læknaneminn - 01.10.1971, Blaðsíða 65
LÆKNANEMINN
53
legustum námskeiðum hina ýmsu flokka.
Þannig var á haustnámstíma gefið
mjög gott yfirlit um brezka heilbrigðis-
og tryggingakerfið og samskipti ríkis
og sveitarfélaga á þessu sviði. Einnig
voru í þessu sambandi rakin fyrirkomu-
lagsatriði um heilsuvernd hvers konar
í Bretlandi og samskipti embættislækna
og almennra lækna á þessu sviði.
Fyrirlestrarflokkur var um hagfræði
I heilbrigðiskerfinu og um erfðafræði,
fyrri málaflokkurinn var kenndur af
hagfræðingum en hinn síðari af lækn-
um.
grennis til þess að skoða stofnanir, sem
ekki voru í nágrenni Bristol og talið
var eðlilegt, að kynntar væru. Það var
farið til Oxford og skoðað Oxford Record
Linkage Unit, skoðað Road Research
Laboratory og Warren Spring Labora-
tory, en það er stærsta rannsóknarstöð
um mengunarmál í Bretlandi.
Áður fyrr var það venja til D.P.H.
prófs, að hver þátttakandi skrifaði sér-
staka ritgerð í þessu fagi, en að þessu
sinni var horfið frá því i Bristol og
mönnum raðað í hópa til samstarfs um
ákveðin verkefni. Ýmist voru 3 eða 4
Nýju háskólabygging-
arnar, efst til hægri.
tei;;;!!!!
nxmnxjL
< i l i i ! •'
tiHUÍB
íiíitttB
Á 2. námstímabili var stór fyrirlcstr-
arflokkur um heilbrigðiseftirlitsmál
(Environmental Health) — undir þetta
komu drykkjarvatnsmál, matvælaeftir-
litsmál, skolp- og sorpmál og mengun-
armál hvers konar, sýklafræði og sníkju-
dýrafræði.
Á þessu námstímabili var einnig fyr-
irlestraflokkur um skipulag og stjórn-
un með sérstöku tilliti til heilbrigðis-
mála og sjúkrahúsa. Annar fyrirlestra-
flokkur var um áætlanagerð, vinnurann-
sóknir, starfsmat og afkastamat. Þessir
fyrirlestrar voru ýmist haldnir af lækn-
um, sem vinna við stjórnunarstörf eða
af öðrum sérlærðum kennurum.
Þá var gerð grein fyrir notkun tölvu
í heilbrigðisstarfi og á sjúkrahúsum og
hvaða þátt tölvur munu sennilega eiga
í framtíðarskipun sjúkrahúsa.
Sérstakt námskeið var um „Zoon'osis"
eða þá sjúkdóma, sem jafnt geta verið
í dýrum og mönnum, og var það nám-
skeið haldið við dýralæknaháskólann í
Bristol.
1 lok 2. námstímabils var farið í
þriggja daga ferð til London og ná-
í hóp, og voru þau verkefni, sem valin
voru, þessi:
1. Rannsóknarstöð til rannsókna á
krabbameini í legháisi.
2. Heilsugæzlustöð (Health Center).
3. Dvalarheimili fyrir vangefna
(Hostel).
Ég lenti ásamt Ástralíumanni og
Englendingi í verkefni nr. 3, og var það
leyst þannig, að gerð var fyrst stutt
athugun á faraldsfræðilegum þáttum,
sem snerta þennan hóp fólks í Bret-
landi sérstaklega og í heiminum öllum,
en síðan tekið til athugunar með hvaða
hætti ætti við brezkar aðstæður að und-
irbúa byggingu og rekstur stofnunar
fyrir slíkt fólk, sem ekki þyrfti að dveij-
ast í sjúkrastofnun.
Mikil vinna fór í þetta starf, og var
gert ráð fyrir 3 tímum í viku sérstak-
lega af námstímanum til þess að vinna
þetta, en það dugði hvergi nærri, og
þurfti að vinna aukalega um helgar við
verkefnið.
Aðalgallinn við þessa vinnu var að