Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1971, Page 67

Læknaneminn - 01.10.1971, Page 67
LÆKNANEMINN 55 SVERRIR BERGMANN, læknir: Lœknisfrœðilegt sérnám í Englandi Ritstjóri Læknanemans hefur beðið mig' að skrifa í þetta góða blað um læknisfræðilegt sérnám í Englandi. Ég vona, að það, sem hér fer á eftir, geti orðið að nokkru gagni þeim ungu kolleg- um, er á hverjum tíma hugsa til sérnáms og hyggjast stunda það á enskri grund. Það má segjast strax í upphafi, að kost- urinn við að stunda læknisfræðilegt sér- nám í Englandi er sá, að á fremstu læknisstofnunum þess lands er boðið upp á þjálfun og menntun, er ég hygg, að ekki eigi nema sinn jafningja — og sennilega tæpast það — hvar annars- staðar sem væri í heiminum. Ókostur- inn (eða ókostirnir) er hinsvegar sá, að í Englandi er dýrt að lifa í frumstæð- ustu merkingu, a.m.k. í London, en þar eru jú nefndar stofnanir helzt; laun ungra sjúkrahúslækna eru lág og meira en það miðað við vinnu, og siðast þó það, sem mestu máli skiptir; hver staða á góðri stofnun er umsetin og kemst því enginn að auðveldlega, en utan þess- ara stofnana skyldi enginn hugsa til sérnáms á enskri grund. Af þessum inn- gangi vona ég, að nokkuð sé ljóst, að hvað sem liður góðri menntun, er erfitt að etja mönnum eða, hvetja þá til Eng- lands nema til komi góður undirbúning- ur og talsverð fjárhagsleg geta. Áður en ég hugleiði þessi mál frekar er rétt að gera mönnum grein fyrir nokkrum grundvallaratriðum, er varða stöður 'og störf á brezltum sjúkrahús- um, launakjör og kostnað við að búa í landinu. Stöður á ensku sjúkrahúsi, er okkur varða, eru þessar: House Offieer: I þessa stöðu er ráðið til 6 mánaða hverju sinni. Þetta er lægsta staðan og gæti eftir atvikum svarað til kandídatsstöðu hérlendis. House Officer er að öllu jöfnu resident, en það þýðir, að hann getur átt frí að- eins aðra hverja helgi, en þegar bezt lætur þó annað hvert kvöld og aðra- hverja helgi. Vinnan er ekki ósvipuð kandidatsstörfum hér. Laun hafa verið að hækka á undanförnum árum. Þau eru nú um £ 1600.00 á ári og er eykta- fjöldi ótakmarkaður. Senior House Offieer: Þessi staða er næst í röðinni á leiðinni upp. Ráðið er til 6 mánaða í senn og í flestum tilfell- um eru menn resident hér eftir sömu reglum og gilda um house officers. Laun eru um £ 2000.00 á ári án eyktafjölda. Senior House Officer er ráðinn í slíka stöðu m.t.t. þess, að hann hafi að öðru jöfnu þá þegar hlotið reynslu House Officers. Enda þótt hann vinni störf ekki ósvipuð, hefur hann meira frjáls- ræði og er trúað fyrir meiru á eigin spýtur og þá um leið til meira af hon- um ætlazt. Erftt er að segja um, hverju þetta starf jafngildir hér, enda má segja, að þetta stöðuþrep og hið næsta vanti á sjúkrahúsum hér. Mun ég ræða það atriði síðar. Registrur: Þessi staða jafngildir a.m. k. stöðu aðstoðarlæknis hér í hinni gömlu merkingu þess orðs. E.t.v. væri réttara að líkja registrörum við deildar- lækna, er eitt sinn þekktust hér, og þá Senior House Officerum við aðstoðar- lækna. Væri það eftir atvikum nákvæm- asti samanburðurinn. Registrar er ráð- inn til 1 árs og venjulega er staðan framlengd í annað ár. Registrarinn rek- ur ákveðnar einingar sjúkrahússins, leið- beinir sínum undirmönnum og kennir stúdentum eftir því, sem við á. Hann vinnur og mikið í göngudeildum og hef- ur að öllu jöfnu nokkurn tíma til vís- indalegs starfs. Laun eru nú um £ 2300. 00 á ári. Senior Registrar: Hér er stiginn á enda, Til þess að komast í þessar stöð- ur þurfa menn að hafa farið I gegnum allar hinar og hafa þá um leið hlotið mikla reynslu og þjálfun. Senior Regi- strar er nánast aðstoðar-yfirlæknir eftir okkar kerfi, sem leysir iðulega af kon- sultantinn og vinnur að mestu leyti sjálfstætt. Hann lítur á erfið tilfelli, kennir, gengur sjálfstæða stofuganga, starfar á göngudeildum og vinnur mikið klíniskt rannsóknarstarf í tengslum við sína deild. Ráðningartími hans er nokk- uð ótakmarkaður og hann þarf ekki að vera resident fremur en registrarinn venjulegast. Laun byrja í um £ 2700.00 á ári. Rétt er að geta þess, að ég hef alls- staðar nefnt byrjunarlaun. Laun hækka
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.