Læknaneminn - 01.10.1971, Blaðsíða 68
56
LÆKN ANEMINN
árlega í hverjum flokki sem nemur um
f 130.00 fyrir lægstu stöðurnar, um
£ 140.00 fyrir registrara og um £ 120-
170.00 hjá Senior Registrörum.
Starf læknis á brezkum sjúkrahús-
um hefst yfirleitt kl. 9 á morgnana.
Bretar eru þó menn árrisulir, þeir þurfa
góðan morgunverð ög bað, lesa The
Times og síðan að komast á vinnustað,
sem getur verið talsvert fyrirtæki og
tímafrekt á hverjum morgni. Hinsvegar
eru menn ekki að flýta sér heim af
spítölunum. Vinna heldur yfirleitt áfram
með tiltölulega hægum og jöfnum hraða
fram til kl. 20 eða 21 jafnvel fyrir þá,
sem ekki eru resident, en hjá þeim er
starfsdagurinn enn lengri. Það er ógern-
ingur að lýsa vinnunni í smáatriðum,
enda er hún nokkuð breytileg eftir
sjúkrahúsum og/eða sjúkradeildum og
svo því, hverri stöðu er gegnt. Segja
má þó, að það, sem hér fer á eftir,
sé nokkuð almennt í heiðri haft: Næg-
ur tími er ætlaður tii stofugangs og
ekkert tækifæri látið ónotað til þess að
endurbæta sjúkrasögu og yfirfara ein-
staka hluti klíniskrar skoðunar. Gefur
þetta samtímis tilefni til kennslu og
gagnlegra umræðna. Englenaingar
leggja mikið upp úr því, að sjúkrasaga
sé skrifuð af nákvæmni og að í henni
gæti rökréttrar hugsunar. Mikilvægi
hinnar klínisku skoðunar er hafið yfir
alla gagnrýni og yndi það, sem þeir
hafa af því að skoða nákvæmlega og
rökrétt, er ótakmarkað. Snilli enskra
lækna í þessu tvennu er slík, að áhorf-
andi er tæpast í nokkrum vafa um að
þeim loknum, hvað að sjúklingnum er
og að rannsóknir allar eru svo gott sem
óþarfar. Sú gamalkunna staðreynd er
mjög í heiðri höfð, að ef menn ekki
vita eftir töku sjúkrasögu og kliniska
skoðun, hvað að sjúklingnum er eða
hvar hans meins að leita, komast menn
sjaldnast að þvi yfirleitt nema með
óþarfa rannsóknarálagi — og dugar
jafnvel ekki til. Þegar ungur læknir hef-
ur presenterað tilfelli svo, að konsult-
antinn veit sjúkdómsgreininguna að frá-
sögn lokinni, getur hinn fyrrnefndi far-
ið að gera sér framavonir, sérlega ef
þetta endurtekur sig.
Mikill tími fer í að tala við hina sjúku
og skýra þeim allt það, sem við þá er
haft í frammi. Hland verður ekki tekið
frá sjúklingi til rannsókna nema skrif-
legt leyfi komi til, hvað þá annað og
meira. En Englendingar hafa það fyrir
satt, að hinn sjúki sé ávallt talsvert
meira þjáður en sem svari til sjúkdómi
þeim, er hjá honum er greindur, og það
er stolt hvers residents að jafna metin
og hafa aldrei neinn óánægðan á sinni
deild. En það fylgir jafnframt, að þegar
skýra þarf hverja gerð, eru ástæður
fyrir henni vel ljósar og með meiri rök-
um til stofnað, en ella gæti orðið. Ég
hef rætt um þetta atriði ekki aðeins
vegna þess, hversu mikill hluti vinnunn-
ar þetta er og hversu miklu nánara
samband þetta skapar milli læknis og
sjúklings, sem er mjög mikilvægt, held-
ur vegna þess, að þetta leiðir af sér oft
miklu yfirvegaðri og ábyrgari vinnu-
brögð og oftast miklu áhrifameiri lækn-
ingar. Hér heima virðist svo sem hægt
sé að gera hvað sem er við sjúklinga
án þess að hafa um það orð hvorki fyrr
né síðar, en enda þótt sjúklingurinn
leggi allt traust sitt á lækninn eins og
þar stendur, þá hefur hann jú fyrsta
veðrétt eigin lífs og lima, og hversu
vel sem við meinum með rannsóknum
ýmsum og svokallaðri meðferð, orkar
þar margt tvimælis.
Rannsóknir eru yfirleitt miðaðar við
það, sem klínik gefur ástæðu til og ekki
umfram það, sem ætla má sjúklingn-
um að gagni. Auðvitað er hvert tæki-
færi notað vísindunum til framdráttar,
en enginn sjúklingur er gerður að til-
raunadýri nema með hans samþykki,
eftir að skýrt hefur verið fyrir honum
í hvaða tilgangi tilteknar rannsóknir
eru fyrirhugaðar. Daglega er náið sam-
band við allar rannsóknardeildir, þar
sem gerð er grein fyrir umbeðnum
rannsóknum og ræddar niðurstöður. Meö
þessum hætti verður rannsóknum sjaldn-
ast ofaukið, gagnkvæm ráð eru gefin
og þeir, sem rannsóknirnar gera, vita,
hvers sérlega er leitað og fæst því
venjulega árangursríkari og betri rann-
sókn. Á enskum sjúkrahúsum virðast
menn ávallt hafa nægan tíma til að
ræða málin og gefa gagnkvæm ráð. Það
virðist ávallt vera mögulegt að ná í
menn á sínum stað allan daginn, og
menn eru blessunarlega lausir við að
þylrjast alvitrir um sitt fag, jafnvel þótt
sumir enskir konsultantar komizt senni-
lega nær því að vera það en nokkrir
aðnr. Þetta eru reyndar allt einföld
sannindi, en hversu tekst um fram-
kvæmd þeiri‘a ræður miklu um, hversu
menn una sér innan veggja einnar
stofnunar og þá um leið rekstur hennar
allan. Englendingar skynja þetta vel og
hegða sér samkvænrt því. Gallinn við
fmu teppin og nákvæmar bókhaldsvélar
er nefnilega sá, að þau eru ekki einhlít.