Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1974, Page 5

Læknaneminn - 01.03.1974, Page 5
lÆKMBíEMmN Hitnefnd Ottarr Guðmundsson ritstjóri °g ábm., s. 10546. Helgi Kristbjarnarson, s. 13495. Anna Björg Halldórsdóttir, s. 50753. Vésteinn jónsson, s. 50432. Einar Brekkan, s. 17592. (Ennþá vantar ritnefndarmenn fyrsta og öðru ári). ^iúrmúl tmnast •Jónas Franklín, s. 14809. ®**ei fing Sigurjón Sigurðsson, s. 43019. ^u9lýsinyar Jón Bjarni Þorsteinsson, s- 85404. Prentun Erentsmiðj an Hólar. Spjall Þetta er fjórða og síðasta blað þessarar ritnefndar. Miklar breytingar hafa orðið á blaðinu og sýnist sitt hverjum um þœr. Ymsir hafa orðið til að hrósa blaðinu og þeirri stefnu sem fylgt hefur verið, en aðrir skamm- að okkur blóðugum skömmum eins og gengur. Illa hefur gengið að fá læknanema til að skrifa í blaðið enda hefur áhugaleysi þeirra um félagsmál almennt alltaf verið stœrstur höfuðverkur félagsmálaskúma í deildinni. Við tókum í upphafi ákveðna afstöðu til ýmissa þjóðfélagsmála sem við kynntum og skrifuðum um. Sú stefna hafði áður lítt átt uppá pallborðið hjá ritnefnd- um, enda hafði stefnan áður verið „fagleg og ópólit- ísk“. Þetta hefur mjög verið gagnrýnt af sumum og þótt undarlegt megi virðast miklu frekar af læknanemum en læknum. Þeir síðarnefndu hafa nefnilega tekið breyt- ingunum miklum mun betur en læknanemar. Það er á valdi næstu ritnefnda að ákveða um fram- haldið. Blað sem þetta hlýtur alltaf að mótast af áhuga og orku þeirra sem að því standa og hversu miklum tíma menn nenna að eyða :í það. Við vonum bara, að nœstu ritnefndir geri sér grein fyrir því sem þær vilja koma í verk áður en lagt er af stað. Að svo mæltu kveðjum við og óskum eftirmönnunum velfarnaðar í starfi og að þeir leggist ekki í depression á ritstjórnar- tímabilinu.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.