Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1974, Side 21

Læknaneminn - 01.03.1974, Side 21
ingsins með öll hans gögn í höndunum (gögn, sem þýðir lítið fyrir sjúklinginn að vera að skáskjóta augunum á) og ræða TILFELLIÐ hástöfum. Sjúkl- tngurinn sjálfur skilur umræðurnar sjaldnast og samsj úklingar hans geta fengið undarlegar hug- niyndir um sjúkleika hans (en bíði þeir bara, röðin kemur að þeim). Stofugangur er notaður til kennslu lækna- og hjúkrunarnema, stundum bætast nýir nemar í hópinn, og þá má sjúklingurinn þola það dag eftir dag, að veikindi hans og e. t. v. viðbrögð hans við þeim, meðferð og horfur sé tekið til um- ræðu eins og hann sjálfur væri víðs fjarri. Stundum veit Sjúklingurinn nákvæmlega, hver orð læknisins öiuni verða, en hann skilur ekki merkingu þeirra. Ef til vill reynir hann að stynja upp spurningu, en fær yíirborðslegt eða ekkert svar, hersingin snýr í hann bakinu og þyrpist umhverfis næsta rúm. Sum- lr sjúklingar hafa næga kímnigáfu til að yppta öxl- um og blikka hina sjúklingana, en viðkvæm sál getur Verið gráti nær eftir slíka reynslu. Það er augljóst uiál, að það verður að tala um sjúklinginn. En það væri nærgætnislegra að gera það utan dyra, áður en farið er inn í stofuna heldur en sýna honum þá lítilsvirðingu að koma fram við hann eins og ómálga barn ? filfellið er, að sumir sjúklingar standa læknum sinum ekkert að baki, hvað greind og þroska snertir, nema síður sé. Og jafnvel þótt svo sé, þá er það iækninum alls ekki til álitsauka að láta það koma fram í viðmóti sínu og annarra, sem draga dám af honum. Hver sá, sem umgengst sjúklinga, ætti að sja sóma sinn í því að koma fram við þá sem jafn- 'ngja. Læknar ættu að gefa sér tíma til að tala við sjúklingana, útskýra fyrir þeim, hvað að er, hvað se hægt að gera, hverjar horfurnar séu, og hvers vegp.a sú leið hafi verið valin, sem ætlunin er að fara. Læknirinn ætti jafnvel að hvetja sjúklinginn til að spyrja, ef honum liggur eitthvað á hjarta. Ef hann getur ekki svarað öllu, þá gerir það ekkert til, sjúklingum er nauðsyn að læra, að læknar eru ekki óskeikulir eða alvitrir. Og sjúklingurinn verður að læra, að þótt læknirinn skrifi upp á verkjatöflu eða róandi lyf, þá leysir það engin vandamál, heldur þjónar í bezta falli þeim tilgangi að fleyta sjúklingn- um yfir erfiðan hjalla. Menn greinir mjög á um, að hve miklu leyti lækn- ar eiga að notfæra sér placeboáhrif lyfja og eigin persónuleika. Algjör heiðarleiki í samskiptum lækna við sjúklinga sína, einnig, hvað lyf varðar, er mun tímafrekari heldur en að skrifa lyfseðil upp á töfra- lyf. En nú er útlit fyrir, að allmjög fjölgi í lækna- stítt á næstunni, og þá ættu læknar að hafa betri tíma til að tala við sjúklinga sína og kenna þeim að horfast í augu við sjálfa sig og vandamál sín. Læknir, sem neitar að gegna hlutverki galdra- mannsins, heldur kemur fram við sjúklinga sína sem fullorðnar manneskjur með sína ábyrgð og sín vandamál, sá læknir stuðlar bezt að þroska hvers einstaklings í þjóðfélaginu og þar með að ábyrgara og betra þjóðfélagi. V. J. + A. B. H. AUCTSIÍJKIíéMA- FRÆÐIN (Viðbót við greinaflokkinn í síðasta blaði um Lœknadeild, 1972— 73.) Við kennslu í augnsjúkdómum tók á þessu ári Guðmundur Björnsson og virðist þegar ljóst, að þar heíur deildinni bætzt góður starfskraftur. Kennslan fer fram í fyrirlestrum, og tvo daga eru stúdentar í verklegu námi í augndeild Landakotsspítala. Guð- mundur á sérstakt hrós skilið fyrir frábæra skipu- lagningu og áhuga á kennslunni. Útgefin skrá um efni fyrirlestra og röð stóðst nákvæmlega og öllu gerð hin beztu skil. Guðmundur leggur hið praktíska mjög til grundvallar í kennslu sinni, kennslan vegna augnsjúklinga en ekki vegna augnsjúkdóma sem fræðilegra viðfangsefna. Aðalatriðin dregur hann á glærur og gefur síðan út vélrituð fyrir stúdentana, óvenjulegt framtak, sem vel er metið. Aukaalriðum eru lítil skil gerð og sjónsviði katta engin og sakna þess víst fáir. Að öllu samanlögðu, með beztu kúrsunum, sem við höfum orðið aðnjót- andi. /. T. læicnaneminn 13

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.