Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1974, Blaðsíða 22

Læknaneminn - 01.03.1974, Blaðsíða 22
FRAMHALDSMENMTUN og vín Viðhaldsnám er hverjum lækni nauðsynlegt. En því miður vill þetta oft gleymast í hita brauð- stritsins, þegar tíminn er naumur vegna mikils starfs- álags. Hafa margir t. d. viljað halda því fram, að stór hluti af framhaldsmenntun lækna í lyfjafræði komi einungis úr auglýsingum framleiðenda, svo ábyggilegar sem þær eru nú. I þessu auglýsinga- stríði er flestra bragða beitt til að kynna fram- leiðsluna sem best. Má í því sambandi minnast á barnaleikföng, skinnklæddar dagbækur, bókahnífa og bæklinga, sem þjóna þeim tilgangi einum að festa nafn einhvers lyfs enn betur í heila læknisins. Nú á seinustu tímum hefur svo enn eitt áróðursbragðið komist í tísku. Eru það vínsamkomur, þar sem kynnt er eitthvert lyf. Þarna er einungis verið að spila á áfengislöngun manna og tæla þá á slíka fundi og samkomur með ótakmörkuðum veitingum. Sem dæmi má nefna, að ákveðið fyrirtæki notaði ný- afstaðna geðlæknaráðstefnu til að auglýsa vöru sína, og hafði til þess stöðugt opinn bar í einu herbergi á Hótel Loftleiðum, þar sem margir þátttakenda gistu. Þarna gátu menn komið við áður en þeir færu að hlusta á fyrirlestra, og fengið sér brj óstbirtu svona til að skerpa hugsunina og athyglina. En það má auglýsa fleira en lyf með gylliboðum. Meðfylgjandi mynd er af boðsbréíi, sem fræðslu- nefnd L. R. sendi nýlega til meðlima sinna. Það fer naumast á milli mála, að aðaltilgangur heim- boðsins er að kynna þessum 60 sálum herstöðina í Keflavík, þótt reynt sé að láta líta út fyrir annað. Yfirskinið er að vísu hávísindalegur fyrirlestur en í kaupbæti er kvöldverður og áfengisveitingar. Já, verndararnir eru bæði ríkir og örlátir, enda væri það hart ef út spyrðist, að þeir létu þessa 60 fróð- leiksþyrstu og áhugasömu íslenzku lækna fara bæði svanga og þurrbrjósta af sínum fundi. Við skulum bara vona, að menn hafi gætt hófs í umgengni við dagskrárlið nr. 3 (enda ekki nema hálftími) svo ekkert af fyrirlestrinum hafi farið fyrir ofan garð og neðan. Ferðalagið suðureftir var jú til að njóta hans, eða hvað?? Við látum lesendur um að dæma siðferðilega hlið slíkra auglýsingahragða hvort heldur kynna skal lyf eða erlenda herstöð í „sjálfstæðu“ landi. LÆKNAFCLAG P.EYKJAVlKUR DOMUS MEDICA .Sími 1 83 31 . Reykjavík 8. jan. 1974. rYRIRLESTUR .Jerorae Levy, M.D., yfirlæknir á Keflavíkurflugvelli, hefur fyrir hönd læknanna þar boóiö meölimum læknafélaganna til fyrir- lestrar, sem haldinrt veröur á Keflavíkurflugvelli þriÖjudaRÍnn 29. jan. n.k. Fyrirlesari Medical Center verÖur DR. J0SEPH S. CASSELS frá the National Naval Bethesda, Maryland og mun'hann tala um: "The Phvsicians' A.ssistant Program - a System for Extending Medical Services". Læknum er jafnframt boöiö til kvöldverÖar og er dagskrá kvöldsins á þessa leiö: 1) KI.•18.oo: Bíll leggur af staö til Keflavíkur frá Domus Medica stundvíslega. 2) Kl. 19.oo: ílýja sjúkrahúsiÖ skoðaö. 3) Kl. 19.45: Drykkir. 4) Kl. 20.15: KvöldverÖur. 5) Kl. 21.15: Kynning fyrirlesara, fyrirlestur og umræÖur. 6) Kl. 22.30: Eíll legg:r af staö frá Keflavík til Reykjavíkur. Þát’ttaka er takmörkuÖ viö 60 lækna og tilkynnist á skrifstofu læknafélaganna strax og cigi síöar en þriöjudaginr. 22. jan., og geta aöeins þeir, scm tilkynna þátttöku, veriö meÖ í feröinni. Dr. Cassels mun flytja annan fyrirlestur daginn eftir, miÖ- vikudaginn 30. jan. á Landakotsspítala. Sá fyrirlestur ber titilinn "Current Trends in Medic-il Education in the United States". Námskeiös- og fræöslunefnd læknafélaganna. 14 LÆICNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.