Læknaneminn - 01.03.1974, Side 23
Rjörn GuSbrandsson læhnir
Off Kjartan Mafinússon læhnir,
Itarnadoild Landahotsspíttda
Ovenjulegt tilfelli — Fyrsti þáttur
J. A. Ó„ fæddur 18/7 1964, lagður inn á Landa-
kotssjúkrahús 4. maí 1973. í anamnesu segir: Sjúkl.
er vistaður á spítalann vegna abdominalia. Um
haustið 1972 fékk sjúkl. kast þar sem mikið bar á
Uppköstum og niðurgangi og stóð þetta í u. þ. b.
eina viku og fylgdi þessu mjög miklir verkir, sem
lágu neðantil í kvið og eins hiti og stóð þetta bara
fyrsta sólarhringinn. Var þetta talin vera umgangs-
pest. En upp úr áramótum 1973 fór sjúkl. aftur að
kvarta undan óþægindum, hefur þetta verið síðan,
mismunandi mikið. Verkir þessir eru nær alltaf í
kringum naflann, einstaka sinnum ógleði og kastað
upp en ekki bar á niðurgangi. Sérstaklega hefur
sjúklingurinn verið slæmur síðan 25/4 og kvartað
daglega. Yfirleitt er hann verstur á morgnana, áður
en hann þarf að fara í skólann. Síðustu dagana fyrir
komu hefur sjúklingurinn verið með hita 37,5 upp í
37,9. Hiti var við komu 38°. Sjúkl. hefur að sögn
lagt töluvert af síðan um áramót. Móðirin segir að
oft komi fyrir að drengurinn segist vera mikið svang-
ur, en um leið og hann byrjar að horða þá verður
honum óglatt og hann þarf að hætta. Hægðir hafa
verið mjög tregar, nema þá einstaka sinnum niður-
gangur, sennilega enuresa og hefur sjúkl. verið á
hægðameðölum undanfarnar 5 vikur. Móðirin veit
ekki um nafn á þessu lyfi. Eins fékk hann sulfakúr í
eina viku og lagaðist hann þá en versnaði síðan aftur.
Þá hefur sjúkl. einnig fengið guanidintöflur, en
rnóðirin veit ekki til að hann hafi verið með neinn
oxiuris. Þrátt fyrir öll þessi óþægindi hefur sjúkl.
alltaf klætt sig og verið á fótum, ef veður hefur
leyft hefur hann verið duglegur úti að leika sér, en
nióður finnst hann slappur og ólíkur sjálfum sér.
Ekki hefur verið tekið eftir hvort drengurinn þoli
ólíkar fæðutegundir, en henni hefur verið ráðlagt
að taka af honum mjólkina og hefur sjúkl. engan
mjólkurmat fengið síðustu 3 mánuði.
Heilsufarssaga: Yfirleitt hraustur og ekki kvef-
sækinn, hálsbólgugjarn eða höfuðverkjagjarn, kvart-
ar einstaka sinnum um stingi fyrir brjósti. Ekki
svimi, aldrei krampar og melting, sjá sjúkrasögu.
Þvagrásarkerfi: Engin saga um blöðrubólgu né held-
ur fengið í nýrun, aldrei fengið bjúg, aldrei nocturia,
ekki enuresis. Aldrei fengið liðagigt. Fæðing var
eðlileg nema hvað legvatn fór sólarhring fyrir fæð-
ingu. Andlegur og líkamlegur þroski hefur verið eðli-
legur. Það hefur alltaf verið létt að umgangast sjúkl-
ing. Honum hefur yfirleitt gengið vel í skóla.
Skoðun: Það er 9 ára drengur, fölur, mjög grann-
ur. Mjög erfiðlega gengur að ná contact við sjúkl-
ing, hann vill ekkert tala. Höfuð: Ekkert sérstakt.
Augu: Sjúkl. er með gleraugu og hefur notað þau
síðan hann var 3 ára gamall. Hefur verið í eftirliti
hjá Olfari Þórðarsyni. Munnur: Margar tennur eru
skemmdar. Tonsillur nokkuð stórar með cryptum.
Ekki acut inficeraðar. Hvít skán á tungu. Háls:
Ekkert sérstakt. Thorax: Symmetriskur, lyftist jafnt
við öndun sem er hrein. St. cordis: Það er stutt
systolisk óhljóð yfir öllu precordiinu, actio er mjög
hröð en regluleg, púls 106/mín. Abdomen: Hann er
mjög grannur, innfallinn, mjúkur. Sjúkl. bendir
með einum fingri á naflann, þegar hann er spurður
hvar verkurinn sé. Hvergi eru palpatio eymsli, engar
organstækkanir né fyrirferðaraukningar, nema hvað
palperast töluvert af hægðum í colon. Genitalia og
extremitet eðlileg. Testes í scrotum. Rectal explorat.:
Mikið af hægðum í ampulla, eðlilegar. Útlimir:
Hreisturkennd útbrot á olnbogum, fullt af marblett-
um á fótum, annað ekki sérstakt. Diagnosis við
komu er obstipatio chr. Blóðstatus við komu: Sökk
11, hvít blk. 5250, segm. 58, lymf. 30, eos. 2 og
monoc. I. Þvagrannsókn negat. Natrium 132 mEq/1,
kalium 3,3 mEq/1, klorid 93 mEq/1 og HC03 26.
Hann er sendur inn sem acut abdomen og strax við
komu er fengin kirurgisk consulatio hjá Kjartani
Magnússyni og fer hans lýsing hér á eftir:
Hér er um að ræða 9 ára dreng sem aðallega veik-
ist upp úr áramótunum s. 1. og hefur síðan kvartað
stöðugt um óþægindi í maga, horast heilmikið þetta
læknaneminn
15