Læknaneminn - 01.03.1974, Page 25
unnu læknar ótrúlega mikið af óþarfa pappírsvinnu,
allt þurfti að vera stimplað á réttum stað. Eyðu-
blöð voru fyrir öllu. En tíminn var nógur. 80 læknar
°g 300 sjúklingar og enginn biðlisti. Þess verður þó
að geta, að í sambandi við spítalann er rekin stór
gongudeild og spítalinn sér auk þessum alla barna-
tæknisþjónustu fyrir stóran hluta Krakow. Svo var
líka 70 manna starfslið í administrasjón, að raða,
telja og stimpla og skrifa hver undir hjá öðrum.
Læknar vélrituðu svo journalana sjálfir vegna skorts
a vélriturum.
A stúdentagarðinum voru auk okkar fullt af öðr-
stúdentum víðsvegar að. Mest bar á „mafiosi“
•rá Italíu og Sikiley. Þarna höfðum við gullið tæki-
f*ri til að kynnast stúdentum víðsvegar að og við-
Lorfum þeirra. Það hjálpaði okkur, að íslendingar
voru ekki daglegt brauð á borðum þessara manna,
°g þess vegna gerðu þeir ssr títt ferðir á herbergi
okkar til að skoða fyrirbærin og þannig kynntist
oiaður andskoti mörgum.
Og margt fleira má gera í Póllandi. Þarna eru
diskótek af ágætum kaliber. Þarna er ódýrt að ferð-
ast, ódýrt að drekka sig fullan, ódýrt að borða á
lúxusveilingastað. Og í stúdentamötuneytinu kostaði
Etatur í einn mánuð, 3 máltíðir á dag 270 sl. þ. e.
300-700 ísl. kr. eftir gengi (svarti markaður 1$ er
70 sl. en opinbert gengi segir 1$ er 30 sl.). Og í
Krakow er veðrið ágætt, borgin falleg og stutt á
tt'arga merka staði.
Lið trúum því, að við höfum gert rétt þegar við
ákváðum að nota stúdentaskiptin til að kynnast e-u
öðru en f. o. f. læknisfræði. Þarna kynntumst við
þjóðskipulagi sem er okkur framandi, ungu fólki
víðs vegar að úr heiminum, lítils háttar heilbrigðis-
þjónustu Pólverja og gullfallegu landslagi í Mið-
Evrópu. Við þökkum fyrir okkur.
Asi, Tóti og Ottarr.
Meyrt á læhnisstofunni
Læknir, ég get ekki legið á vinstri hliðinni, því þá
fæ ég hjartaverk.
Liggðu j)á á hægri hliðinni.
Þá fæ ég verk í lifrina læknir.
Nú, liggðu þá á bakinu.
Þá fæ ég ekki frið fyrir honum Guðbjarti.
Nú liggðu þá á maganum, kona góð.
Þá þekkir læknirinn Guðbjart illa.
læknaneminn
17