Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1974, Page 26

Læknaneminn - 01.03.1974, Page 26
Gamla fólkið Gamla fólhið og geðlyfin Flestir eru sammála um það, að aðbúnaður að gömlu fólki sé ó- viðunandi hérlendis. Hefur þetta oft verið bitbein í pólitískum kosningum og flokkarnir þá sak- að hvern annan um svik við gamla fólkið („sem byggði upp landið okkar, hörðum höndum, og við stöndum í ómetanlegri þakkarskuld við“). Árangurinn lætur bara á sér standa og enn er svo komið á Reykjavíkursvæðiu, að einkaaðili rekur stærsta elli- heimilið og sýnir málefnum aldr- aðra mestan áhuga. Maður hefur oft undrast, hversu hljóðlátt gamla fólkið er um eig- in mál. Ef ríki eða bær hefur rétt því einhvern smábita á það vart orð yfir þakklæti sitt, þótt allir sjái, að hér var gengið allt of skammt og alltof seint. (dæmi: einu sinni var því komið til leið- ar, að gamla fólkið mætti spila í Tónabæ bridge og lomber og drekka kaffi eitt kvöld i viku. Þegar í stað voru mættir blaða- menn og höfðu eflir gamla fólk- inu mikil og mærðarleg þakkar- orð og hrifningarorð yfir þessari „stórkostlegu" aðstöðu). En er ekki orsökina að nokkru að finna í þeirri staðreynd, að viðbrögð aldraðra við umhverf- inu eru sífellt slæfð. Læknar punda í gamalt fólk ótöldu magni geð- lyfja, róandi og örfandi eftir því sem við á oft vegna óljósra á- stæðna. I Sviþjóð var gerð könn- un á piliuáti Svía eftir þjóðfélags- stigum og aldri. Kom þar í ljós að u. þ. b. 25—30% af fólki á eft- irlaunum neytir svefn- og róandi iyfja. (Prisma 2. árg. nr. 3). Þessi könnun var gerð 1968 svo óhætt er að fulyrða, að þessi tala hefur hækkað síðan. Eru læknavísindin ekki þarna komm útá hálan ís, þegar þau eru tekin að bæla niður öll viðbrögð gegn erfiðu ástandi með lyfjum? Að spara á ganila fólhinu Á undanförnum árum hefur daggjöldum í sjúkradeildum elli- heimilanna verið haldið niðri af svo óheyrilegri hörku, að það hlýt- ur að ganga fram af hverjum, sem kynnir sér málin. Þannig hefur lengzt af verið jafndýrt að láta einn sjúkling liggja á Landsspít- alanum eins og 6—8 sjúklinga á sjúkradeildum elliheimilanna. Þetta hefur orðið lil þess að elli- heimilin hafa orðið að færast und- an að vera með sjúklinga, sem eru mjög erfiðir í hjúkrun, og þvi orðið að hafa Jsá í spítalaplássum, sem kosta 6—8 sinnum meira a dag. 18 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.