Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1974, Blaðsíða 28

Læknaneminn - 01.03.1974, Blaðsíða 28
fj ölskyldunnar og stórf j ölskyld- unnar, einhverju sambýlisformi, er tryggi ólíkum einstaklinguim næga valkosti. Gengur tillagan út á lýsingu svonefnds sambýlisklasa. Eru þar lögð drög að sköpun um- hverfisramma, er beinlínis hvetji menn til samskipta. Þetta er grundvallað á þeirri skoðun, að samvirkni sé öllum heilbrigðum mönnum eðlislæg. Jafnframt er lögð er áherzla á að virða rétt og þörf einstaklingsins fyrir einveru, þegar svo ber undir. Lögð er áherzla á, að íbúahóp- urinn sé eins sundurleitur og verða má, hvað varðar uppruna, störf, stéttir, aldursflokka og lífs- mynztur, þ. e. einhleypingar, kjarnafjölskyldur og stórfjölskykL ur. Gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir bæklaða, og fyrir ákveðinn hóp barna, smávinnustaði, sameigirr lega matseld og borðhald fyrir þá sem vilja o. fl. Gert er ráð fyrir, að undir einu þaki séu 4—500 einstaklingar, þar af a. m. k. 30 börn, 20 gamalmenni og 20 ein- hleypingar. Ef tilraun af þessu tagi kæmist í framkvæmd, jafngilti það skrefi til lýðræðis af þeirri mynd, er veitir einstaklingnum bezta mögu- leika til þroska og athafna og þroskar um leið félagslegar eig- indir hans. Reynslan sýnir, að gamalmenni una sér hvorki vel á elliheimilum né undir þökum barna sinna, þar sem þeim finnast þau vera meiri eða minni hornrekur. Nú tíðkast að hrúga gamalmennum saman inniá elliheimilum. Mikið hefur verið talað um að gera elliheimilin manneskjulegri. 20 under 25 and singíe and has children ten years on (35to44) ..and twenty (45to64 children leave home on a pension (65plus) Er þá sú hugmynd vænlegust að byggja smáíbúðir í mismunandi miklum tengslum við elliheimilin eftir þörfum hvers einstaklings- Inn í þessar íbúðir gæti gamla fólkið flutt strax og það léti af störfum eða kæmist á ellilaun. Þar.nig myndaðist fastur rammi i lífi þess í tengslum við eiliheimiÞ ið. Smátt og smátt væri unnt að auka tengslin við elliheimilið, er gamla fólkið þyrfti á meiri hjálp og hjúkrun að halda. Að lokum rynni það hljóðlaust inn á elli- heimilið, án þess að róttækar breytingar á kringumstæðum hefðu orðið til að raska hugar- jafnvægi þess og áttun. En eins og kunnugt er, fer fátt verr með and- legt ástand gamalmenna en snögg- ar breytingar. Þessi smáíbúðahug- mynd ætti að sjálfsögðu fyrst og fremst við um þau gamalmenni, sem enga aðstandendur eiga eða hefðu ekki samskipti við þá af einhverjum ástæðum. En ef fólk hefur góð samskipti við aðstand- endur sína og nýtur stuðnings þeirra, þá er að sjálfsögðu æski- legast að gamalt fólk standi á eig- in fótum, meðan stætt er. Garnal- menni í þannig kringumstæðum þyrfti ekki á elliheimili að halda nema sem hjúkrunarheimili, er kraftana þryti. Og væru ekki sam- býliskjarnar eins og hér hefur verið lýst, hin ákj ósanlegasta leið til þess, að gamalt fólk gæti not- ið stuðnings og félagsskapar sinna nánustu, en jafnframt notið friðhelgi einkalífsins á eigin heim- ili og félagsskapar annarra á sama aldri innan sama rammans. Skyld- ir og óskyldir, líkir og ólíkir ein- staklingar gætu lifað sjálfstæðu lífi innan sömu samlífsheildar. LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.