Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1974, Side 33

Læknaneminn - 01.03.1974, Side 33
þáttr ór SAIJÖSKIMIJ III\> I Meiri Svo er sagt, að á suðurvegi hafi til forna legið bær sa eður böfuðból, er nefndist í Deild. Svo herma sagnir, að fyrrum hafi bær sá nefnst Ráðdeild, en nafn það af lagst fyrir siðasakir ok er saga vor ger- !st var Ráð af Deild farið. Sem fyrr greinir þótti Deild mikit höfuðból í þeirri sveit, ok sótti þangað a ari hverju mý mikit af húskörlum, sem þó voru þar ei betur haldnir en þý nokkur ok vanræktir í hvívetna. Eitt var þar ok er furðulegt má þykja, at a ári hverju voru margir húskarla skornir, sem fén- aður, en aðrir settir á ok skyldu þeir hafðir til starfa. !'ótt ætíð væri vant vinnufólk til heimilisstarfa, svo til vandræða horfði voru aldrei settir á nógu margir húskarlar til að sinna störfum, ok at mörgu öðru þókti búskapur þessi undarlegur. Þótt bú væri stórt á Deild var húsakostur eigi með venjulegum hætti, fremur en annað. Úthýsi voru mörg ok gengu húskarlar þar til starfa, en aðalhús fannst hvergi þótt grannt væri leitað. Smiðja mikil Var þó á bænum ok voru þar gerð axarsköft stærri °k meiri en gerð voru á öðrum búum. A bæ þessum gekk í ljósum logum afturganga sú eður uppvakningur af latverskum manni, er Númer- us Klásus hét. Vofa þessi var hvimleið mjök ok svo utognuð, að eigi gátu hinir beztu menn henni fyrir- komið, en fáir vissu hver vakið hafði upp draug þennan, nefndu menn þar til Seiðmund hinn snara, er mestur hreppstjóri vildi vera í sveit þeirri. Upp- vakningurinn (NK) ásótti einkum hina yngri hús- karla er úthýstir voru í stað þeim er Votmúli nefnd- ist. [þróttamenn miklir voru þeir Deildarmenn, svo af bar. Mest iðkuðu þeir gönuhlaup ok frumhlaup, en einnig uppstökk ok hliðarstökk. Er sögur hefjast er á Deild bóndi ok goðorðs- vnaður Júhann Axarhöggur. Af öðrum heimilis- ftiönnum má nefna reiknimeistara tvo, þá Skammkel ok Óleyf er annast alla búreikninga. Snilli þeirra er slík, að greindustu menn fá ekki skilið reikning þeirra ok töfrastafi stóra. Einn er sá heimilismaður, er flestum stendur stuggur af ok er sá Annes ór Af- dal. Fer hann mjök einförum ok er ei við alþýðu- skap. Víkingur er hann mikill, kominn úr Westur- vegi ok er svo sagt, að hann geti fleiri menn vegið á einum vetri en skipshöfn stór á 10 árum. Aðrir heim- ilismenn þykja atkvæðaminni ok sumir hlédrægir mjök svo þeir sækja ei mannamót ok koma ei fyrir manna sjónir utan einu sinni veturlangt. Allir heim- ilismenn skipa sér í flokka hver á móti öðrum ok hafa líka háttu ok Einherjar, berjast daglangt en er kveldar sitja þeir við langelda með gleði mikilli ok skara eld að kökum sínum ok þykir þat skemmtan góð. Fæði er mikit á bænum, en þykir ei allt að sama skapi gott. Matreiðslumenn eru ok misjafnir mjök at hæfileikum ok þykja sumir gjöra matinn tormelt- ari en áður var ok þólti þó nóg fyrir. Þá er ok þess að gæta, að mismiklir matmenn eru húskarlar ok þykja margir lystarlitlir ok léttir á fóðrum. Svo bar við dag einn að Seiðmundr snari ok Ann- es ór Afdal voru á gangi við ár þær, er Fyrstár nefndust. Var Seiðmundr í skapi all illu, þar eð Númerus fóstri hans var við heilsu all slæma, ok eigi var skap Annesar betra en vanda bar til. Við Fyrstár sáu þeir hóp manna ok leist þar gott til víga. Sóttu þeir að mönnum þeim með atgeirum sín- um, ok voru tveir einir gegn stóru hundraði manna. Varð atgangur snarpur ok harður ok felldu þeir þar á skammri stund meir en fimm tigi manna ok þótti mönnum, sem aldrei fyrr hefði slíkt afrek unnið verið af Deildarmönnum, en þess var þó gætt að mótherjar þeirra væru vopnlausir. Þeir, sem úr orr- ustu komust leituðu til lögspakra manna um hefndir, en svo var kunnáttu þeirra félaga mikil, að þeir LÆKNANEMINN 23

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.