Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1974, Side 46

Læknaneminn - 01.03.1974, Side 46
2. mynd. GerS tímgils. Kirtlinum má líkja við kóral, sem greinist í bleðla út jrá samfelldum kjarna. Kirtilbörkurinn er þétt set- inn eitiljrumum og litast því dökkur. I kirtilmiðjunni eru eitiljrumur fremur strjálar, þar myndar stoðjtekja sveipi, svo- lcallaða tímgil (Hassalls) hnökra. Flestar eitilfrumur barkarins endurnýjast á 3—f daga fresti. Hluti af þessum frumum eru því mjög virkar og skipta sér ört. Tiltölulega fáar af þeim eitilfrum- um, sem þannig myndast í tímgli, verða starfhæfar T-frumur. Hinar eru skammlífar, en ekki er vitað hvar eða með hvaða hætti þær eyðast. Hefur þessi óráðsía kirtilsins valdið mönnum heilabrotum. Var nýlega sett fram athyglisverð kenning í því sam- bandi, og verður hennar getið síðar. Þær eitilfrum- ur, sem ná fullum þroska, yfirgefa kirtilinn og verða flestar langlífar (sjá síðar). Eitilfrumur tímgilbarkar eru að ýmsu leyti frá- brugðnar eitilfrumum kirtilmiðjunnar. Eru þær t. d. viðkvæmra fyrir röntgengeislum, sterum og streitu samfara bráðum sýkingum. Getur kirtilbörkurinn eyðst að mestu undir slíkum kringumstæðum, en nær sér þó fljótlega aftur þegar streitunni léttir. Lítið er vitað með hvaða hætti eitilfrumur þrosk- ast í tímgli. Var lengi vel talið, að þær yxu út frá stoðvefsfrumum kirtilsins, en það hefur nú verið af- sannað. Er nokkurn veginn full víst, að stofnfrumur allra eitilfrumna í tímgli eru komnar frá merg. Talið er, að þessar frumur fari út úr blóðrásinni inni í kirtilberkinum, fikri sig þaðan gegnum stoðfrumu- netið niður í kirlilmerginn og sérhæfist á leiðinni. Ekki er sjóst, hvernig þessi sérhæfing gerist, en talið, að henni sé stjórnað af sérhæfingarvökum, sem stoðfrumur kirtilsins framleiða. Þessar frumur inni- halda bruggörður (secretory granules), sem gefa vísbendingu um, að vakamyndun eigi sér stað. Erf- iðlega hefur gengið, að ákvarða líffræðilega verkun þessara tímgilvaka, og tilraunir til þess að einangra þá og efnagreina hefur því lítið miðað áfram. Nýlega hefur þó verið lýst aðferð til slíkrar ákvörðunar (bioassay, kvikmæling), og má því vænta, að brátt komist skriður á tímgilvakarannsóknir. Eitlar Sé eitilfrumum líkt við lögreglusveitir á stöðugrx eftirlitsferð um vefi líkamans, má líta á eitla sem lögreglustöðvar, þar sem unnið er úr þeim upplýs- ingum, er eftirlitssveitirnar afla, og ráðstafanir eru gerðar til þess að bregðast við þeim á viðeigandi 3. mynd. Hluti aj tímgilbleðli. Stoðvejur kirtilsins er gerður úr þekju- jrumum. Þessar jrumur mynda net, sem er þétt riðið í miðju bleðlanna, en verður losaralegra, þegar utar dregur. I möskv- um stoðvejsins skríða eitiljrumur. 34 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.