Læknaneminn - 01.03.1974, Page 60
Lœknanám
í Svíþjóð
Sumarið 1971 birtist í LÆKNANEMANUM viðtal við 2 ísl. lækna-
nema, sem nú stunda nám í læknisfræði í Svíþjóð þau Friðfinn Sig-
urðsson og Guðlaugu Jóbansdóttur. Þegar það viðtal var tekið höfðu
þau lokið eins árs námi. Þegar undirritaður var á ferð í Svíþjóð fyrir
skemmstu naut hann ágætrar gistivináttu Friðfinns og notaði þá tæki-
færið til að spyrja hann um hvað helzt hefði drifið á dagana í náminu
síðan. Þetta „viðtal“ verður nokkurs konar skýrsla um skipulagið á
áframhaldandi námi hjá þessum krökkum, en auk þess var stuðst við
prentaðan bækling frá Karolinska-institutinu um tilhögun læknanáms-
ins þar.
Hér til hliðar hef ég sett fram í þurru máli, hvernig það læknanám
er uppbyggt, sem Friðfinnur og félagar hans ganga nú í gegnum. Vissu-
lega hefði þessi grein mátt vera ýtarlegri ,en hún er niðurstaða tveggj a
kvölda viðræðna við Friðfinn, athugun á prentuðum kennsluáætlunum,
fyrirlestrum o. s. frv. Eftir þessi kynni vissi ág vart, hvort ég ætti að
hlæja eða gráta. Gráta vegna þess, hve illa læknadeildin hér heima
stenst samanburð við deildina í Stokkhólmi, eða hlæja, yfir því hve
djöfull heppnir þessir menn voru, að komast héðan og inná þetta kerfi.
Helzti munurinn á deildinni þeirra og deildinni hér er sá, að þeir
eru á stöðum, þar sem verið er að skapa læknisfræði, þar sem menn eru
veitendur, en ekki þyggjendur eins og hér. Þarna fá þeir tækifæri til að
fylgjast með og taka þátt í hávísindalegu starfi. Auk þess hefur deildin
þeirra langa kennsluhefð, þar sem frekar er treyst á kennslu og hand-
leiðslu stúdenta, en á sjálfsnámið, eins og hér er gert.
Nám þeirra er skipulagt eins og hver önnur vinna, langt fram í tím-
ann, og starfið á spítölunum er skv. ákveðinni áætlun, sem menn verða
að fara, annars kemur það fram á árseinkunn.
Stöðug skyndipróf sjá lil þess að halda mönnum við efnið, enda fer
hlutfallslega mikið minni tími í ákveðnar greinar hjá þeim, en hér hjá
42
Námi þeirra er skipt í annir, en
hvert þeirra er 5 mánuðir. Fyrstu
2 annirnar luku þau prófum í ana-
tomi, histologi, medicinskri gene-
tik og medicinskri stotistik.
3. Önn (iinn er ternnin)’
Medicinsh henti og
alniiin hemi
Allar annirnar eru mjög vel
undirbúnar f-yrirfram, og fá stúd-
entar nákvœma stundaskrá, þar
sem allt er skipulagt: fyrirlestra-
hald, tilraunir og seminör. Flestir
fyrirlesarar gefa fyrirlestra sína ut
fjólritaða fyrirfram, svo að stúd-
entar geta látið sér nœgja að sitja
með þá og bæta inn í. Þessir fyr'
irlestrar eru mjög oft byggðir a
eigin athugunum viðkomandi
manna, enda flestir þekktir vis-
indamenn innan sinna greina. Yf'
irleitt er reynt að styðjast við ný-
útkomin vísindarit, en kennarai
segja, að kennslubœkur eigi stúd-
entar að nota sem uppsláttarnt,
enda óþarft að endurtaka það, seni
þar stendur og allir geta lesið
sjálfir.
Almenna kemian var tekin fyrir
á rúmum 5 vikum, og á þessum
tíma var farið yfir megnið af 1-
árs námsefninu hjá okkur her
heima, að lífrœnu kemiunni
slepptri (tekin með biokemiunni) ■
Þetta var liœgt f. o. f. vegna. miklu
betri undirbúnings stúdenta í efna-
frœði áður en þeir settust í deild-
ina. Kennslan var í formi fyTlT'
lestra, dœmareikninga og labora-
sjóna. A kennslutímanum voru
haldin skyndipróf á ca. vikufresti,
og urðu menn að standast þau til
að já að halda áfram námi. Þessi
skyndipróf ásamt tilraununum og
yfirheyrslum um efni þeirra reikn-
læknaneminn