Læknaneminn - 01.10.1975, Qupperneq 8
Slitrur úr Sullasögu Islands
Bjarni Jónsson, yfirlœknir
Sullaveiki, geitur, holdsveiki, tæring, það er
raunaleg upptalning, en þetta voru sjúkdómar ís-
lendinga, eins þjóðlegir og skinnskór, torfbæir og
rímur. Allt heyrir þelta til liðinni tíð.
Gunnlaugur Claessen læknaði geitnakollana og
holdsveikin leið undir lok að kalla í tíð Sæmundar
Bjarnhéðinssonar, sem stjórnaði Laugarnesspítala
frá stofnun hans 1898 til ársins 1934, er hann lét
af störfum fyrir aldurs sakir.
I upphafi baráttunnar gegn berklaveikinni, voru
þeir framámenn Guðmundur Björnsson, Sigurður
Magnússon og Magnús Pélursson, en á síðasta áfang-
anum hvíldu berklavarnir mest á Sigurði Sigurðs-
syni og Ola P. Hjaltested, og nú hefur berklum verið
útrýmt eins kirfilega og unnl er um smitsjúkdóm,
sem er landlægur 1 flestum ef ekki öllum löndum
veraldar. En vegna þess hve föstum íótum sá sjúk-
dómur stendur víða þurfa læknar að halda vöku
sinni um alla framtíð, að ekki nái hann fótfestu hér
>ó hann kynni að slæðast að landi.
Og nú höfum vér vonandi ýtt sullaveikinni fram af
ætternisstapa. Lengi var það hún, sem ein hélt uppi
frægð landsins í læknaheiminum, fyrst fyrir þá sök,
að hér væri versta sullabæli í veröldinni, en löngu
seinna vegna þess, að vér hefðum rekið af oss
slyðruorðið og losað oss við það óféti - einir sauð-
fjárbænda - og var því þó minna haldið á loft eins
og títt er um það sem vel er gert.
Hvenær sullaveiki barst til Islands er ekki vitað né
heldur hvern veg. Landnámsmenn komu hér að
óbyggðu landi og þó gnægð væri dýra í lofti og
legi þá hafa ekki verið önnur spendýr á landi en
kannske refir og hagamýs.
Til þess, að sullaveiki geti þrifist þarf hýsil fyrir
orminn og annan fyrir blöðrustig hans. Bandormur-
inn - taenia echinococcus — lifir í hundum en blöðru-
stigið — sullurinn, echinococcus - þrífst í sauðfé,
nautgripum, svínum og mönnum’”')- Þarf þá hundur
að vera í sambýli við eitt eða fleiri af þessum hús-
dýrum til þess að lífsþráður bandormsins slitni ekki,
því að ólíklegt er, að hundar komist í lík af sollnu
fólki. Nú hafa landnámsmenn flutt með sér þessi
dýr öll þó að í smáum mæli væri og þau síðan æxlast
í þann búslofn, sem vér höfum búið við.
Mikill hluti landnámsmanna kom frá Noregi en
nokkrir frá eyjunum: Orkneyjum, Suðureyjum,
Hjaltlandi og írlandi. Guðmundur Magnússon3
segir, að sullaveiki muni aldrei hafa verið til í
Noregi, en nú á dögum finnist hún á fyrrnefndum
eyjum en sé engan veginn algeng. Hvort hún hefur
verið þar á landnámsöld eða borist þangað síðar
veit ég ekki. Til þess að fá vitneskju um það þyrfti
að finnast þar hræ af sollnu dýri, sem svo vel væri
varðveitt að finna mætti í því sullina, en ekki er mér
kunnugt um það. Eru slíkir fundir harla ólíklegir en
þó hafa fundist í Danmörku ævaforn lík, sem svo
vel hafa geymst að furðu sætir.
Ekki er líklegt, að búfénaður hafi verið fluttur
hingað eftir að landnámi lauk, þar til á 18. öld að
það var gert til kynbóta - fylgdi því lítil heill, en
það er önnur saga - en þá hefur sullaveiki verið orð-
in algeng. Hins vegar er ekki ósennilegt og raunar
vitað að hundar hafa slæðst hingað.
„A Norður-þýskalandi kringum suma Hansa-
staðina, sem versluðu á íslandi, t. d. Rostock hefur
sullaveiki verið algeng síðan læknar kynntust henni“,
segir Guðmundur Magnússon.3 Ekki hefur þurft
nema einn hund bandormasjúkan til þess að tendra
það bál, sem logaði glatt frá því það kviknaði og
fram á þessa öld hvaðan sem hann hefur komið og
Islendingar voru víðförlir þá eins og nú.
Sullur hefur nú aðeins eina merkingu lækna á
* Sullur lifir líka í antilópum, gíröffum, úlföldum og geitum
og þó sjaldgæft sé líka í hestum, öpum og kengúrum (Ras-
mussen11, en ormurinn þrífst líka í úlfum og sjakölum
(Leuckart2).
6
LÆKNANEMINN