Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1975, Síða 15

Læknaneminn - 01.10.1975, Síða 15
Sökk Ásmundur Magnússon, lœknanemi ,.Hvað er sökkið?“ Varla hefur sá stofugangur verið genginn undanfarin ár á þeim spítölum, sem eg þekki til, án þess að einliver bæri upp þessa spurningu. Annað hvort einhver meðlimur göng- unnar eða einhverrar stofunnar. Þegar lærlingar hafa spurt lærimeistarana um gildi þessarar ágætu rannsóknar, hafa mörg svör fengizt, en engin að öllu eins. Fýsti mig að fræðast meira um mælingu þessa og gildi hennar. Af takmörkuðu var að taka, er leita átti heimilda, en mest var stuðzt við grein eftir A. D. Lascari (1). Skulum við fyrst glugga í það, hvernig saga þessarar mælingar hefst. Svíinn Fáhraeus reyndi að nota þessa rannsókn til að sýna fram á þungun kvenna á forsligi meðgöngu (1-a). Þetta mistókst, en nemandi hans, Westergren, gaf ut grein 1921 (1-b), þar sem sýnt er fram á aukinn sökkhraða rauðra blóðkorna í blóði berklasjúklinga. "Imsar aðferðir hafa séð dagsins ljós síðan rann- sóknir hans hófust, svo sem aðferð Winthrobes og micro-E.S.R.-aðferð, en þær hafa flestar runnið sitt skeið. Sú, sem mest er notuð í dag, er nefnilega aðferðin sem Westergren notaði: 200 mm súla blóðs með natrium citrati til segavarnar. — Til þess, að algjört samræmi væri milli allra þeirra staða, sem nota þessa rannsókn, gaf ICSH (International Commitee for Standardization in Hematology) 1965 út skýrslu (4) yfir þá aðferð sem viðhafa á: Blá- æðablóð (tekið á mest 30 sek.) hlandað vel með natrium citrati, 4 hlutar blóðs á móti 1 hlut natr. citr. Rannsóknin skal framkvæmd við herb.hita inn- an 2ja klst. eftir töku hlóðs - eða við 4°C innan 6 klst. Westergren-Katz rör, sem er 200 mm langt er fyllt að 0-merki. Það er síðan látið standa lóð- rétt á kyrrum stað og í forsælu. Að klst. liðinni er lesið af. Hæð tærs vökva, í mm ofan frá vökvayfir- horðinu niður að yfirborði ógegnsærrar súlu sökkv- andi blóðfruma, er sökkgildið í mm („ESR (Wester- gren 1 h) = X mm“). - Loks gefur ráðstefna þessi Ávicenna lœknir í Persíu (980-1037) lœknar hryggbrot. nákvæmar upplýsingar um efnablöndur m. m. sem ekki verða tíundaðar hér. - Margir hafa velt fyrir sér, hvaða grundvallaratriði liggi að baki því, hvers vegna rauð blóðkorn sökkva hratt í sumu blóði, en hægt eða hverfandi í öðru. Setjum sem svo, að við létum eitt hlóðkorn í hreint plasma og gætum fylgzt með því. Það sykki rólega til botns, þar sem eðlis- þyngd þess er heldur hærri en plasmans. í heilbrigðu blóði með eðlilegan fjölda blóðkorna verður hins vegar nær ekkert sökk rauðra blóðkorna. Algeng- asta skýring þessa er eftirfarandi (1): Rauð blóð- korn hera neikvæða rafhleðslu og vegna fjöldans í blóðinu liggja þau nokkuð þétt, en vegna hleðslunn- ar hrinda þau hverju öðru frá sér, svo að þau sökkva hverfandi lítið. Hins vegar veldur ýmist óeðlilegt ásland í blóðinu þvi, að þessi hleðsla raskast og blóðkornin klessast saman í nokkurs konar súlur, Hkt og peningar í rúllu - „rouleaux-myndun“. Þann- ig hætta þau að hrinda hverju öðru frá sér, og aðdráttaraflið verður yfirsterkara. Sömuleiðis verð- ur hinn aukni massi þyngri á metunum en hið aukna rúmmál. Aukning ýmissa plasmapróteina er þekkt að því, að draga úr neikvæðu hleðslunni í rauðum blóð- kornum og þ. a. 1. auka rúllumyndun. Því óreglulegri sem próteinin eru, þeim mun meiri verkun hafa læknaneminn 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.