Læknaneminn - 01.10.1975, Side 32
LÍNURIT 3
NYLIÐUN SERFR/EÐINGA
ÁRAFJÖLDI FRÁ EMB/ETTISPRÓFI
sem ég hef getið mér, nærri lagi og fjöldi nýrra
kandidata verði nærri því, sem áætlunin segir til um.
Engu skal spáð um það, hver gæti orðið þróunin
í stöðufjölgun á höfuðborgarsvæðinu, en nokkur
vísbending er í þeirri staðreynd, að alþingi hefir
með fjárveitingum til sjúkrahúsa og heilsugæslu-
stöðva utan höfuðborgarsvæðisins staðfest þá stefnu
sína, að landsbyggðin njóti forgangs við uppbygg-
ingu þjónustunnar á næstu árum.
I töflu XII er sýnt hver fjöldi kandidata þarf að
vera 1981-1984 til þess, að sama hlutfall haldist um
læknislærða og gert er ráð fyrir í forspám. 1. janúar
1985 yrðu því læknislærðir 1.300 miðað við að 25-
32 útskrifist á þessum fjórum árum.
OFFJÖLGUN LÆKNA?
Eg leiði hjá mér að leggja nokkurn dóm á það,
hvort úr læknadeild Háskóla Islands komi of margir
læknakandídatar. I austantj aldslöndum t. d. í Ráð-
stjórnarríkjum ákveða stjórnvöld, að hvaða hlut-
falli milli læknafjölda og íbúatölu beri að stefna. I
annan stað ákveða þau ákjósanlegan fjölda sérfræð-
inga í hverri grein og stöðufjölda samkvæmt því.
I samræmi við það er ákveðinn sá fjöldi stúdenta,
sem leyft er að leggi stund á læknanám.
Hérlendis hefir engin slík áætlanagerð verið við-
höfð, og virðist fyrir lækna skipta litlu máli, hvor
aðferðin er valin, enda hefir því verið slegið fram,
að eigi kerfi að virka án þess að setja lækna þá,
sem innan þess vinna, úr andlegu jafnvægi, þurfi
LINURIT 4
NYLIOUN SÉRFR/EÐINGA
ALDURSDREIFING
26
LÆKNANEMINN