Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1975, Side 52

Læknaneminn - 01.10.1975, Side 52
lifrar mælist mjög mikil aukning á ensímvirkn- inni, allt frá fimmfaldri uppí tuttugufalda. Við aðrar tegundir af cirrhosis hepatis er oft um alls enga hækkun að ræða en mest getur hún orðið 3-5 föld. Við viral hepatitis (infectious eða serum) verður nokkur skemmd á sjálfum lifrarfrumunum en gall- gangakerfið skemmist ekki. Mælist nokkur hækkun á AF í byrjun sjúkdómsins, en þá er einmitt mestur bjúgur og bólga í lifrinni. Leiðir það til nokkurrar rennslishindrunar á galli sem síðan leiðir til auk- innar virkni AF. Þegar frá líður eykst gulan (bili- rubin safnast fyrir í serum þar sem lifrarfrumurnar eru ófærar um að skilja það út) en bólgan í fifrinni minnkar og þar með minnkar einnig rennslishindr- unin á gallinu og virkni AF minnkar. Þegar gulan er í hámarki er AF aðeins óverulega aukinn eða ca. 2 falt. Gangi hepatitinn yfir á gallvegi (cholangio- litiskur hepatitis eða sec. biliary cirrhosis) mælist hins vegar áfram aukin virkni AF. Illkynja sjúkdómar valda sumir hverjir hækkun á AF án þess að meinvörp séu í beinum eða lifur. Talið er að æxlisvefurinn sjálfur myndi þá ensímið og er það af placental tegund. Illkynja sjúkdómar með meinvörp í beinum eða lifur valda mjög mikilli hækkun, allt að því 20 faldri. Sjúkdómar sem mynda stórar skemmdir í lifur (space occupying lesions) t. d. sarcoidosis, berklar eða lifrarabcessar valda mikilli hækkun og oft án þess að sj. sé gulur. Þá verður oft lítilsháttar hækkun við mononucleos- is infectiosa. Mynd I sýnir hvernig nokkur lifrar- ensím breytast við ýmsa sjúkdóma í lifur. Beinasjúkdómar Hæstu gildi sem mælast á virkni AF er við Paget’s sjúkdóm í beinum (osteitis deformans). Er þá mjög mikil virkni osteoblasta í beinum samfara stöðugu niðurbroti beina og endurmyndun. Getur AF í þess- um tilfellum hækkað allt að því 30-40 falt. Beinatunmorar, hvort sem um er að ræða prímera eða meinvörp, valda hækkun á AF. Illkynja beinatu- morar eins og osteogen sarcom, valda mikilli hækk- un en í þeim er mikið osteoblasta-aktífitet vegna nýmyndunar á beini í tumorvefnum. Getur hækkun- in orðið nærri því eins mikil og við Paget’s sjúk- dóm, eða allt að því 30 föld. Nokkur hækkun verður við beinkröm (rickets, osteomalacia), en sú hækkun hverfur hægt og síg- andi þegar farið er að gefa D-vítamín. Hins vegar er AF eðlilegur við osteoporosis. VIRAL HEPATITI5 LJ 100 í 50 ;» i 10 • 5 N-0- , 100 a 50 o z - 20 o á 10 ^ 5 N-0- AP GOT GPT LD FATTY LIVER IN FECTIOUS MONONUCLEOSIS 50 20 10 5 N‘0' 100 50 20 10 5 .11 A P G0T GPT LD L AENNE.C’5 CIRRHOSIS 100 50 20 10 5 — N-q- TOXIC HEPATITIS- HEPATOCELLULAR 100 50 20 10 5 ll 100 TOXIC HEPATITIS- CH0LESTATIC AP G0T GPT LD P0STNECR0TIC CIRRHOSIS ll 50 - 20 10 5 N-o- ■ II AP G0T GPT LD 5TEAT0NECR05IS 100 MYND I. AP G0T GPT LD AP G0T GPT LD AP G0T GPT LD AP G0T GPT LD cc 50 a 20 o '0 ^ 5 N'O' OBSTRUCTIVE JAUNDICE- IUU MALIGNANT 50 ■ll. AP G0T GPT LD 20 10 5 - N-q- 0B5TRUCTIVE JAUNDICE- STONES .11 MET. 0R PRIM. PRIMARY BILIARY >00 CARCINOMA <00 f CIRRHOSIS A P G0T GPT LD 50 20 10 5 N'O' II.I AP G0T GPT LD 50 20 10 5 , N-o- I. AP G0T GPT LD 42 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.