Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1975, Blaðsíða 62

Læknaneminn - 01.10.1975, Blaðsíða 62
að slík breyting geti átt sér stað má nefna námsstöð- ur við heilsugæslustöðvar og sjúkrahús, aukningu kennslukrafta og hætta aðstöðu til vísindavinnu, sem nú er mjög takmörkuð. Vegna kostnaðar og af ýmsum öðrum ástæðum mun þessi nýskipan taka nokkurn tíma en ég tel víst að hún sé framkvæmanleg og að úr henni verði. Hvað snertir norrænt samstarf um framhalds- menntun lækna virðist þýðing þess mikilvægust fyrir Islendinga. Eg geri ráð fyrir nauðsyn skipulegra námsskeiða fyrir lækna í framhaldsnámi auk starfs- þjálfunar á sjúkrahúsum. I þessu efni gæti reynsla Norðurlandaþjóðanna í skipulagningu á námsskeið- um og kennslukraftar þeirra vissulega orðið þýðing- armikil hjálp. Álíka mikilvægt, en e. t. v. erfiðara úr- lausnarefni, verður að útvega stöður til framhalds- náms á Norðurlöndum fyrir þá íslenska lækna sem eiga ólokið síðari hluta sérnáms síns. Þegar rætt er um nám að loknu læknisprófi skiptir viðhaldsmenntun ekki minna máli en framhalds- menntun. Segja má að viðhaldsmenntun sína sæki Islendingar líka út fyrir landsteinana í meira mæli en tíðkast meðal annarra norrænna lækna. Náms- skeið til viðhaldsmenntunar hafa verið haldin af Læknafélagi íslands með fjárhagsstuðningi Heil- brigðismálaráðuneytisins og Tryggingastofnunar Ríkissins. Starf þetta hefur miðast mest megnis við héraðs- og heimilislækna og hefur verið haldið 4ra daga námskeið árlega og síðasta árs læknanemum boðin þátttaka. Auk þessa hafa 6 sjúkrahús í Reykja- vík og nágrenni látið í té 4-5 stunda fræðslu einn laugardag hvert á vetri fyrir lækna utan sjúkra- húsa, og hafa nokkrir þessarra fræðslufunda verið endurteknir utan Reykjavíkur. Áhugi á viðhaldsnámi hefur aukist hér á landi sem annars staðar og dómur þátttakenda um þessa fræðslu verið hagstæður en vænta má framfara með aukinni reynslu. Ennþá hefur það vandamál lítið verið rætt hvernig ná skuli til lækna, sem aldrei taka þátt í námskeiðum og fundum, hvort hægt sé að skylda eða örva til mætingar. íslenskir læknar, sérstaklega sérfræðingar leita oft samskipta við lækna í öðrum löndum með stuttum heimsóknum eða lengri dvöl á spítaladeildum, með þátttöku í læknaþingum og námskeiðum. Þessi sam- skipti hljóta að vera mikilvæg fyrir lækna, sem starfa í tiltölulega einangruðu samfélagi. Læknafélagið hefur haft áhuga á að styðja meðlimi sína í þessu og hefur fengið vingjarnleg tilboð frá Danmörku og Noregi um þátttöku íslenskra lækna á námskeiðum þar. Nýting þessa tilboðs hefur orðið takmörkuð vegna hins mikla kostnaðar og vegna ófullnægjandi upplýsinga. Það hlýtur að vera fjárhagslegur ávinningur að fá nokkra kennara til að koma hingað með nám- skeið í stað þess að flytja 20-30 nemendur héðan til Norðurlanda. Danskt námskeið um læknisfræðilegar rannsóknaraðgerðir og tölfræði, sem tvívegis hefur verið haldið hér á landi, þótti takast mjög vel og hefir sannfært okkur um að norræn námskeið geti, með viðeigandi breytingum, gegnt veigamiklu hlut- verki í viðhaldsmenntun íslenskra lækna og um leið stuðlað að samvinnu íslenskra og annarra norrænna lækna. Að síðustu vil ég endurtaka 4 atriði til frekari um- ræðu: 1) Möguleikar á námsstöðum á Norðurlöndum fyrir íslenska lækna, sem lokið hafa hluta sérnáms hér. 2) Bætt upplýsingakerfi um námskeið til framhalds- og viðhaldsmenntunar og möguleikar á gagn- kvæmri þátttöku Norðurlandaþjóðanna. 3) Flutningur námskeiða úr einu landi í annað, sér- staklega frá Norðurlöndum hingað. 4) Undirbúin verði norræn framhalds- og viðhalds- menntunarstofnun eins og Árni Kristinsson gerði tillögu um á fundi Nordisk Federation för Medi- cinsk Undervisning í marz 1974. Slík stofnun gæti með hjálp þessa sambands aukið og bætt möguleika til framhalds- og viðhaldsmenntunar lækna á Norðurlöndum með umfangsmikilli sam- hæfingu kennslumöguleika allra Norðurlanda- þjóðanna. 50 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.