Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1975, Page 66

Læknaneminn - 01.10.1975, Page 66
NEUROANATOMIA Hannes mælir með THE NERVOUS SYSTEM, INTRODUCTION AND REVIEW eftir NOBACK og DEMAREST. Sú bók er ekki nógu góð, alla vega ekki sem „introduction“. Kennslan í neuroanatomiu var á það stuttum tíma, að yfirleitt komust nemend- ur ekki yfir nema þá bók, ef þeim tókst það. Verði nægur tími er gott að lesa valda kafla um tauga- kerfið í Lockhart, auk þess eru í henni margar góðar myndir. Ný bók hefur verið tekin upp í þess- ari grein í vetur. Til stuðnings við lestur þennan er SOBOTTA- BECHER atlasinn góður. Eg vil benda á mjög góða og handhæga bók ANATOMISCIIER BILDWÖRT- ERBUCH eftir HEINZ FENEIS. í henni eru myndir á annarri blaðsíðu opnunnar, en á hinni eru heitin og þau eru með alþjóðlegu nafngiftunum. Karl G. Kristinsson. Lífeðlisfrœði A s. 1. vetri var aðallega mælt með bók A. C. Guy- tons í þessari grein, enda skyldu fyrirlestrar byggj- ast á henni. En þegar til kom reyndist henni aðeins fylgt í fáum tilvikum, eða þegar fjallað var um hjarta og blóðrás, nýru og e. t. v. öndun að hluta. Gerir hún þessum efnaflokkum þokkaleg skil, en að öðru leyti finnst mér bók þessi í flesta staði mj ög tak- mörkuð. Eru öll met slegin, þar sem fjallað er um raflífeðlisfræði. Er þar einna fyrirferðamest ná- kvæm lýsing á kenningum höfundar (væntanlega) um mólekúleran mekanisma, sem aliir leyndardómar frumuhimna eiga að byggjast á. Er þetta gert á þann hátt, að byrjandi í faginu bítur auðveldlega á og telur þetta algildan sannleik, en ef hann lítur í aðrar kennslubækur kemst hann að raun um, að sannleikurinn hefur margar hliðar. Enda má alltaf búast við dauðum punktum í bók, sem einn maður skrifar og á að spanna heila fræðigrein. — Mat mitt á þessari bók byggi ég aðallega á samanburði við fyrirlestra og lestur í bók W. F. Ganong: Review of medical physiology, sem einnig er mælt með. En þar sem hún er mjög samanþjöppuð og ýtarleg og örugglega þurr til lestrar spjaldanna á milli, tók ég það ráð að „extrahera“ beztu kaflana úr báðum áðurnefndum bókum, eftir því sem mér fannst þeir samræmast yfirferð lærifeðranna. Ég ráðlegg öðr- um því eindregið að eignast báðar þessar bækur, því að þær styðja hvor aðra. Vekja ber athygli á, að hér er rætt um s. k. „Litla Guytons“ en nú er það sá „stóri“, sem mælt er með. Einnig vil ég benda fólki á að lesa bók Gösta Rooth: Acid-base and electrolyte balance, þegar fjallað verður um líkamsvökvana. Þessi bók lýsir þessu kerfi á mjög skynsaman hátt, þ. e. frá „prakt- isku“ sjónarmiði og með ,,praktiskum“ dæmum, aðferð sem fær mann til að skilja við fyrsta lestur. Þessu efni er gerð mjög óljós skil í hinum tveimur áðurnefndum bókum og erfitt fannst mér að grípa það í þeim. Olafur Stefánsson. Lífefnafrœði Kennslunni í lífefnafræði má skipta í tvennt. Annars vegar a) kennslu í almennri lífefnafræði, ef svo má kalla, þar sem fjallað er um efnafræði hinna stærstu efnaflokka (prótein, kolhydröt, kjarn- sýrur og lípíð) og efnaskipti þeirra, enzym, vítamín og kóenzym, orkubúskap og stjórnun efnaskipta. Hins vegar b) er svo kölluð „physiologisk efna- fræði“, sem fjallar um m. a. efnafræði líkamsvökva og vefja, hormón og næringarfræði. - Yfirleitt ná fáanlegar kennslubækur aðeins yfir annað þessara sviða. a) Lehninger: Biochemistry Sl. vetur voru fyrirlestrar flestra kennaranna byggðir á þessari hók. Á prófinu í vor kom t. rl. spurning um lítilfj örlegan enzymmekanisma, sem hvergi var rætt um í öðrum bókum. Bókin er skemmtilega skrifuð og gefur góða hug- * mynd um, hvað er að gerast í lífefnafræðinni í dag, og hvernig rannsóknir á þessu sviði fara fram. Lest- ur hennar vekur því frekar áhuga á faginu en lestur styttri bóka, s. s. Conn/Stumpf: Outlines of bio- chem., sem eru meira upptalning staðreynda án um- þenkingar. 011 þessi skemmtilegheit valda hins vegar því, að bókin er nokkuð stór að rúmmáli og á köflum óþarf- lega ýtarleg, enda að sama skapi mikil lesning. n 54 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.