Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1975, Qupperneq 71

Læknaneminn - 01.10.1975, Qupperneq 71
Frá rannsóknarnefnd Snemma á síðasta ári ákvað R. F. L. að taka sér fyrir hendur athugun á starfsfólki Kísiliðjunnar við Mývatn. Var í upphafi leitað ráða hjá sérfræðingum a sviði mengunarvarna, lungnasjúkdóma og kliniskr- ar lífeðlisfræði, og var þá strax einnig ákveðið að gera mælingar á mengun í Kísiliðjunni. Fljótlega kom í ljós, að hér var um allviðkvæmt mál að ræða. Fór því verulegur tími í alls konar fundarsetur og bréfaskriftir, og ljóst var frá upp- hafi, að könnun þessi yrði kostnaðarsöm. Var því fljótlega hafizt handa við að útvega peninga til að standa undir kostnaði við könnun þessa, og í því skyni leitað til fjögurra aðila. Þrír þeirra brugðust vel við umsóknum um styrki, þ. e. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, Læknadeild H. I., og NATO, en Vísindasjóður sá ekki ástæðu til að styrkja þessa fyrstu könnun læknanema á atvinnu- sjúkdómum. Strax og R. F. L. fór að fá styrki var ljóst, að af framkvæmdum gat orðið. Var því unnið af krafti við undirbúning, og ber helzt að þakka Tryggva Asmundssyni lækni (Vífilstöðum), Stefáni Jónssyni lektor og Ævari Jóhannessyni (Rannsóknarstofu í jarðeðlisfræði) framlag þeirra við undirbúning. Auk þess veitti Einar Valur Ingimundarson um- hverfisverkfræðingur okkur aðstoð. Er líða tók að vori, vorum við forsprakkar R. í'. L. orðnir vongóðir um styrk frá NATO, og var því stefnt að því, að könnunin gæti farið fram um manaðarmótin maí—júní. Allt logaði í verkföllum á þeim tíma, og varð það til þess að fresta varð öllum fyrirhuguðum athugunum. Eftir að verkföll leystust hófust sumarleyfi starfs- fflanna Kísiliðjunnar. Varð því enn að fresta norður- ferð. [ samráði við framkvæmdastj óra Kísiliðjunn- ar, var ákveðið að stefna að könnun í septemberlok. Fannst okkur það ágætt, því þá var hægt að nota sumarið til frekari undirbúnings. A miðju sumri kom upp sá misskilningur nyrðra, að R. F. L. hygðist nota niðurstöður könnunar í pólitískum tilgangi fyrst og fremst. Tók undirritað- ur sér því ferð á hendur norður til skrafs og ráða- gerða við Björn Friðfinnsson framkvæmdastjóra. Tókst fljótt og vel að leiðrétta þennan misskilning, og er til kastanna kom, reyndist Björn hjálplegur. Undirritaður sneri sér eftir ábendingu Björns til Laufeyjar Egilsdóttur héraðshjúkrunarkonu. Var hún strax fús til að aðstoða við könnunina, og kom dugnaður hennar og kunnugleiki á öllum aðstæðum sér mjög vel. Kom hún undirrituðum í samband við oddvita Skútustaðahrepps, er veitti okkur leyfi til afnota af húsnæði Barnaskólans í Reykjahlíð með- an á könnun stæði. Einnig var haft samband við hótelstjóra á Hótel Reynihlíð, er bauð rannsóknar- mönnum fæði og húsaskjól á góðum kjörum. Könnun hófst svo 25. september, eftir nokkrar hrakfarir rannsóknarmanna á norðurleið í snjókomu og ófærð. Við athugunina störfuðu Tryggvi, Ævar og Laufey auk tveggja líffræðinga, Björns Þr. Björnssonar og Kristínar Einarsdóttur, og tveggja nefndarmanna, Karls Kristinssonar og undirritaðs. Tókst könnunin í alla staði eins og bezt var á kosið, og tóku þátt í henni um 86% starfsmanna Kísiliðjunnar. Ber að þaklca góðan samstarfsvilj a starfsmanna, forstjóra og framkvæmdarstjóra Kísil- iðjunnar, auk allra þeirra er við áttum viðskipti við þar nyrðra. Rannsóknarmenn komu síðan til Reykjavíkur með fullt fangið af niðurslöðum, er nú bíða úrvinnslu, en vonir standa til, að hægt verði að fullvinna úr þeim nú í vetur. Að lokum vil ég sérstaklega færa Tryggva Ás- mundssyni og Laufeyju Egilsdóttur beztu þakkir fyr- ir veitta aðstoð, en hjálp þeirra á mikinn þátt í að könnun þessi gekk eins vel og raun ber vitni. Olafur M. Hákansson. læknaneminn 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.