Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1975, Síða 72

Læknaneminn - 01.10.1975, Síða 72
Frá kennslumálanefnd Fátt er títt af fundum kennslunefndar læknadeild- ar. Að venju fer stór hluti fundartímans í umræður um ýmis mál, sem varða próf, bæði framkvæmd þeirra og undanþágur frá þeim. Undanfarið hefur einnig verið varið miklum tíma til þess að útvega kennara í heilbrigðisfræði, félagslæknisfræði og endurhæfingarfræði á 6. ári. Hægagangur í deildar- stjórn og menntamálaráðuneyti var að því kom- inn að gera kennsluáætlun þessa námsárs ómerka. Þetta vandamál er ekki að fullu leyst, þegar þetta er skrifað. Vafalaust þarf læknadeild að undirbúa ráðningu kennslukrafts Ijetur og með meiri fyrir- vara en nú er gert. Fulltrúar stúdenla í kennslunefnd hafa viðrað hug- myndir sínar um rækilega endurskoðun á námsskipu- laginu, einkum í síðasta hluta. Hvatinn að þessum hugmyndum hefur verið slæm reynsla nemenda og kennara af 4. árinu og Svíþjóðarferð Stefáns Karls- sonar og Hróðmars Helgasonar. Ætlunin er að gera nánari grein fyrir hugmyndunum í sérstakri grein í Læknanemanum síðar. Ákvæði reglugerðar læknadeildar um kennslu- greinar hafa lengi þótt óþarflega nákvæm í saman- burði við reglugerðir annarra deilda Háskólans, og það hefur þótt óþarfi að fá samþykki ráðherra fyrir því, á hvaða námsári ákveðinn námsgreinarhluti er kenndur. Afleiðingin hefur verið sú, að þessi ákvæði (og jafnvel fleiri) hafa verið brotin, þegar ástæða hefur þótt til. Kennslunefnd hefur áhuga á því, að reglugerðinni verði hreytt og hún einfölduð, og deildin ráði því, hvenær námsgrein er kennd. I staðinn er ætlunin, að tilkynnt verði með góðum fyrirvara um námsefni á komandi námsári. Tvær tillögur að reglugerðarbreytingu hafa borizt og um þær fjallar tveggja manna undirnefnd, kennari og stúdent. Þrátt fyrir að atkvæði stúdenta í kennslunefnd læknadeildar vegi ekki þungt og ráði sjaldan eða aldrei úrslitum, hafa þeir getað liaft mikil áhrif með því að koma með undirbúnar og rökstuddar tillög- ur. Stúdentar eru þolendur kerfisins og eiga mestra hagsmuna að gæta og reynsla þeirra skiptir því miklu máli. Kennslumálanefnd F. L. hefur nú verið stækkuð og eiga fulltrúar allra árganga sæti í henni. Hún heldur fundi vikulega, ræðir málin og ákveður hverjir meðlima sitja komandi kennslunefndarfundi eftir því, hvaða mál eru þar á dagskrá. Læknanemar eru eindregið hvattir til þess að hafa samband við fulltrúa síns árgangs í nefndinni, ef þeir hafa kvart- anir eða athugasemdir, sem þeir vilja koma á fram- færi. Nefndin ráðgerir að halda fljótlega opinn fund, þar sem tækifæri mun gefast til að ræða allar hliðar kennslu í læknadeild. Halldór Jónsson. Athugasemd Margar prentvillur voru í síðasta tbl. LÆKNA- NEMANS, ber jeg, prófarkalesari, ábyrgð á þeim. Kvað svo rammt að ófögnuðinum, að merking hreyttist á ýmsum stöðum og þá sér í lagi í ágætri grein Sigurðar Þ. Guðmundssonar um nýrnahettu- barkarvana. Bið jeg hann og aðra höfunda afsökun- ar á þessum mistökum og lesendur velvirðingar. Sigurður Árnason. 60 LÆKNANEMINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.