Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1975, Page 76

Læknaneminn - 01.10.1975, Page 76
Kennslustund í líffœrafrœði á 16. öld. oft svart á hvítu, sem sköguðu í flestum tilvikum hátt á annan tuginn, okkur í vil. AS leik loknum var gjarnan safnast saman í setu- stofunni og skipzt á ættjarðarlögum og spjallað sam- an, um leið og menn svöluðu þorsta sínum eftir erfiðið með svalandi límonaðidrykkjum. Voru þessar kvöldstundir hinar ánægjulegustu, sérstaklega söngurinn, sem oft varð að æsispennandi ættjarðar- lagasamkeppni. Vakti söngurinn verðskuldaða at- hygli tilheyrenda og jafnvel svo, að kvöld eitt kom gamall maður gangandi við staf úr nærliggjandi húsi, hrærður af hrifningu og þakkaði innilega klökkri röddu. Englendingar hafa mjög sérstæða aðferð við að vekja heimþrá gesta sinna: Þeir gefa þeim vondan mat. Alltaf sami maturinn: Framhaldssúpa, hálfur A4 af næfurþunnu kjötskæni, sem flestir voru sam- mála um að nota hefði mátt beint undir smásjána til P. A. D., mauksoðið grænmeti og moðvolg jóla- kaka með sætmullubúðingi í eftirrétt. Margur nem- inn grét sig glorsoltinn í svefn á hverju kvöldi og hugsaði með söknuði til hrímkaldrar ýsu með storknu floti, sem þá lá á diskum landans heima á „klaka“. Er það verðugt verkefni að vinna að því, að bankayfirvöld hækki gj aldeyriskvóta þann, sem leyfður er í þessar ferðir, svo menn geti gert heim- sóknir sínar á kínverskar „brælu-búllur“ að föstum lið, að minnsta kosti á meðan Háskólinn setur ekki upp neinar kröfur um gæði þess, sem hann festir kaup á þar ytra. Það voru því ófáir, sem fáruðust af einskærri föð- urlandsást, þegar barðar þotunnar vældu á malbik- inu suður á Miðnesheiði. K. G. - Ó. S. 64 LÆICNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.