Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1977, Page 6

Læknaneminn - 01.11.1977, Page 6
Spjall Nýtt námsár er hafið, og ný ritstjórn er tekin við. Or skipti hafa vissa ókosti í för með sér - venjulega eru ritstjórnir rétt farnar að ná tökum á starfinu um það leyti sem þœr hœtta. Upphaflega ætlaði þessi ritnefnd að reyna að hrúa bilið milli áœtlaðs og raunverulegs útgáfudags ,en það bil hefur lengst æ meir undanfarin ár. Þetta tölublað mun gefa ein- hverja vísbendingu um, livernig það œtlar að takast. Allt frá hinni róttœku ritstjórn, sem starfaði á námsárinu 1973—74, liefur það' þótt tilheyra, að ný ritnefnd marki sér og tilkynni stefnu blaðsins í upp- hafi starfsferils síns. Við œtlum að reyna að taka fyrir sitt lítið af hverju: Þó nokkur hluti blaðsins mun vera faglegt efni, hagnýtar upplýsingar, frélta- efni innan og utan deildarinnar, og fleira í þeim dúr. Þó teljum við ekki hœgt fram hjá því að ganga, að taka fyrir í hverju tölublaði eitt brýnt málejni úr þessari blessaðri veslings deild okkar, eða e. t. v. úr öðrum þáttum heilbrigðismála, enda er af nógu að taka. Ætlunin er að fá lœknanema til að kíkja að- eins upp úr skruddunum og vinna þetta upp, t. d. í formi starfshópa. í þessu tölubl. höfum við tekið fyrir sem „þema“ fjöldatakmarkanir í lœknadeild, og þá einkum Num- erus Clausus. Um tíu manna starfshópur hefur reynt að tína saman úr ýmsum áttum helztu staðreyndir um Numerus, og ef áætlanir standast fylgir þessu al- menn umrœða í nœsta tölublaði. Ef einhverjir hafa skoðanir fram að fœra, er tekið við öllum greinum með þökkum. 1 starfi sínu datt starfshópurinn niður á fyrsta flokks skemmtilesefni: Gjörðabók lœknadeildar No IV, deildarfundir 1969-77. Þar er að finna flest allt sem góðum reifara sœmir, því bókin er bœði fyndin og spennandi, en þó með alvarlegri, dálítið tragísk- um undirtón. Bráðskemmtileg er viðureign ónefnds prófessors við deildina, þar sem hann var nauðugur kosinn deildarforseti, en hefndi sín dyggilega með því að segja af sér í tíma og ótíma, ef ákvarðanir fundar voru honum ekki að skapi. Margar bókanir í þessu sambandi eru frábœrar. Spennandi, en jafn- framt dálítið óhugnanlegt, er að sjá hvernig ákvarð- anir hafa verið teknar; hér liefur happa- og glappa- aðferðin verið ríkjandi (samanb. greinina um Numerus), í samblandi við duttlunga og einkahug- myndir ýmissa kennara. Eru til einhverjir kennarar í þessari deild sem hafa einhverja skipulags- og stjórnunarhœfileika? Ef svo er, hvar fela þeir sig? 4 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.