Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1977, Blaðsíða 7

Læknaneminn - 01.11.1977, Blaðsíða 7
Sagan um Numerus Clausus Tekið saman af starfshóp um fjöldatakmarkanir l!t(íi)—71 Aðtlragantlinn Upphaf takmarkana við læknadeikl Háskóla Is- lands er sjálfsagt að finna við stofnun hennar. En það sem í dag er kallað numerus clausus eða fjölda- takmarkanir í læknadeild hófst á árunum fyrir 1970 með endurskipulagningu deildarinnar. Um vorið 1968 var komin á sú regla, að nem- endur 1. árs þurftu að ná bæði efnafræði og vefja- fræði á sama ári til þess að fá að setjast á annað ár. 1969 er þesstari viðleitni haldið áfram, en þá með harðari mótstöðu nemenda. Til Jjess að útskýra þá hörðu mótstöðu sem tak- rnörkunarmálið fékk 1969 er rétt að rekja nokkur atriði til upprifjunar um það þjóðfélagslega ástand sem ríkti þá. Meðal námsmanna voru öldur stúdenta baráttu fyrir breyttum háskóla að berast til landsins, fram- haldsskólanemendur voru þá mjög virkir. Þáverandi menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gísla- son, átti í vök að verjast út af menntamálum, og komu þar námslán ásamt fleiru inn í myndina. Læknaskortur var þá einnig talsverður á lands- byggðinni og jafnvel dæmi þess að læknanemar fengju hérað eftir að hafa lokið prófum í lífeðlis- og lífefnafræði, því myndaðist líka þrýstingar þar frá almenningi. Arið 1969 var þriðja síldarleysisárið í röð, það var atvinnulueysi hjá verkafólki og landflótti til Astralíu og Svíþjóðar í algleymingi. Skólanemar áttu ekki vísa vinnu um sumarið að skóla loknum. Þetta voru því ekki ákj ósanlegustu aðstæður sem völ er á til að koma með afturhaldssamar breyting- ar. Og hefst þá frásögnin á deildarfundi 26. marz ’69. En þar er samþykkt að læknadeild geri að skilyrði fyrir innritun á fyrsta ári lágmarkseinkunnirnar 7.25 úr stærðfræðideildum og 8.0 úr máladeildum. Þessar einkunnir voru ákveðnar út frá tölfræðilegri könnun, sem var unnin af Ottó Björnssyni við Raun- vísindastofnun H. I. Samþykktin var síðan send menntamálaráðherra Gylfa Þ. Gíslasyni enda þurfti hann að samþykkja hana sem breytingu á reglugerð fyrir Háskóla Is- land. 26. júní staðfesti ráðherra samþykktina. En á meðan ráðherra var að velta beiðni lækna- deildar fyrir sér var hún að berja á offjölgunar- draugnum á öðrum vettvangi. Um miðjan maí var sett sú regla að lágmark með- aleinkunnar á upphafsprófi (próf eftir 1. ár) skyldi vera 9.0 (þar sem lægsta einkunn var -f-23 og hæsta 16.0) í stað 7.0 áður, og var þá svo komið að bæði þurfti að ná báðum prófum á sama ári og hafa 9.0 í meðaleinkunn. Fundur læknanema í Norræna húsinu 19. maí mótmælti þessu harðlega svo og öllum takmörkun- um inn í læknadeild H. í. En slík mótmæli máttu sín lítils, því um vorið giltu þessar reglur enn og féllu % 1. árs nema. Það leit því út fyrir að læknadeild hefði tekizt ætlunarverk sitt á tveim vígstöðvum, þ. e.: L. Takmarka fjölda inn í deildina. 2. Takmarka fjölda af fyrsta ári inn á fyrsta hluta. En svo var ekki, því annan júlí þegar nýstúdentar voru búnir að bera hvítu kollana í hálfan mánuð og komast að því að það var litla vinnu að fá, og þeir sem höfðu ætlað sér í læknisfræði komust ekki að nema hafa tilskyldar einkunnir, þótt þeir hefðu staðizt stúdentspróf, boðuðu 3 læknanemar til fund- ar með nýstúdentum. Á þessum fundi var ákveðið að bregðast hart gegn öllum takmörkunum inn í læknadeild. Fjórða júlí var aftur boðað til fundar og þá á sal Menntaskólans í Reykjavík og Gylfa Þ. Gíslasyni var boðið á fundinn, og átti þar að fá útskýringu á yfir- LÆKNANEMINN 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.