Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1977, Side 15

Læknaneminn - 01.11.1977, Side 15
ar á starfsaðstöðu deildarinnar. Má því sjá að margt var óljóst um framkvæmd fjöldatakmarkanna þetta haust og hafði þetta mikil óþægindi í för með sér fyrir stúdenta, sem ekki vissu hver staða þeirra inn- an deildarinnar var. Stúdentar og kennarar fóru í sameiginlega kröfu- g'öngu að menntamálaráðuneytinu til að krefjast úr- lausnar í byggingamálum deildarinnar. Þótti ýms- um þessi ganga alfhæpin, þar sem skýringa á seina- gangi í byggingamálum deildarinnar væri að finna hjá deildinni sjálfri. Um væri að ræða innbyrðis sundurlyndi deildarmanna um gerð og skipan bygg- inga, og væri því sízt ástæða til að ganga með deild- arforystunni á fund menntamálaráðherra. Nefna má að deildin fékk ýmsum af kröfum sínum framgengt. A þessu hausti var kennsluháttum hreytt á 1. ári. Nýtt námskeið, Inngangur að líffæra- og lífeðlis- fræði, var kennt fyrir jól. Átti síðan að vera próf í janúar ásamt prófi í efnafræði. Læddist að mörgum sá grunur að prófunum væri ætlað að takmarka. Málið var rætt á deildarfundi og sendu 1. árs menn formanni kennslunefndar bréf og spurðust fyrir um þetta atriði. Svaraði hann bréfinu er 2 vikur voru eftir til prófa (síðasti kennsludagur fyrir jól) og til- kynnti að þeir sem ekki næðu prófunum yrðu að hætta í deildinni. í Inngangi að líffæra- og lífeðlis- fræði stóðust 49 manns prófið, að vísu með smá „fiffi“, því einkunnir voru hækkaðar um 0.685! Rætt hafði verið um að takmörkun miðað við 48 stúdenta gæti komið til álita. Janúarprófamálinu var vísað til próf. Jónatans Þórmundssonar í lagadeild, en stúdentar töldu jan- úarprófin ekki geta verið takmarkandi, skv. reglu- gerð. Niðurstaða próf. Jónatans var á sömu lund. Sagði hann m. a. í hréfi sínu: „Stúdentum á 1. ári læknanáms, er ekki hafa staðizt próf í janúar, verð- ur ekki meinað að halda áfram 1. árs námi á vor- misseri.“ Var síðan fallist á þessa túlkun á deildarfundi 6. febrúar ’74, en þá höfðu nokkrir nemendur þegar hætt námi. I apríl var ákveðið að fresta ákvörðun um fjölda- takmörkun til haustins og janúarprófin hlutu lög- festingu. Að haustprófum loknum áttu 87 stúdentar rétt á sæti á 2. ári. Ætlaði deildin þá að takmarka eftir að menn höfðu hafið nám á 2. ári. Var m. a. rætt um lágmarkseinkunn 6.0. Að vonum blöskraði mönnum þessar tillögur, en þær náðu þó ekki fram að ganga og hélt allur hópurinn áfram námi. Síðan þá hafa mörg skörð verið höggvin í hópinn og telur hópurinn nú 48 stúdenta. lii74—75 Ólögmætir dcildarfundir Þessi vetur var að mestu laus við stórátök á sviði Numerus Clausus, enda var deildin mjög upptekin af skiptingu verklegs náms 4. árs-nema milli sjúkra- húsa borgarinnar. Á deildarfundi í maílok 1974 lögðu Sigmundur Magnússon og Arinbjörn Kolbeinsson til, að hækka skyldi lágmarkseinkunn í öllum fögum úr 5 upp í 6. Málinu var „frestað". Um sumarið og haustið (24. júlí og 11. sept.) voru síðan haldnir tveir ólögmætir deildarfundir) of fáir mættir). Ekki er vitað af hverju reynt var að boða fund fyrir upphaf haustmisseris (aldrei þessu vant), né heldur hvaða umræður fóru fram á þeim fundi, því engum þótti ástæða vera til að skrá neitt um það í fundargerðarbók. Einnig munu einhver bréfaskrif hafa átt sér stað milli læknadeildar og menntamálaráðuneytisins, og nokkrir 1. árs nemar fóru á fund ráðherra, en okkur vantar nákvæmar heimildir um þessi mál, því flestir þeir, sem fóru á fundi ráðherra, féllu síðan út úr deildinni! Sem sagt, nokkuð góð tilþrif af hálfu deildar, sem í enn eitt skiptið runnu út í sandinn. J975-76 Oí; enn mistehst þeim 28. janúar 1976 var samþykkt á deildarfundi læknadeildar að nota heimild 42. greinar reglugerð- H. I. lil að beita fjöldatakmörkunum að loknu 1. árs prófi vorið 1976. Miðað skyldi við, að „30 stúdent- ar haldi áfram námi á 2. ári ef svo margir ná próf- um 1. árs. Ef fleiri hafa sömu einkunn og sá þrítug- asti skulu þeir halda áfram á 2. ári, en þó aldrei fleiri en 40.“ Á 107. fundi deildarráðs 17. mars ’76 kom fram, að „það er skoðun lögfræðings háskól- ans, að ef ekki standast 30 nemendur 1. árs próf í vor, þá verða haldin haustpróf og ef, að loknum haustprófum, verða margir með sömu einkunn og sá þrítugasti, verður þeim heimilað að halda áfram námi á 2. ári.“ LÆKNANEMINN 9

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.