Læknaneminn - 01.11.1977, Side 19
Um inflúenzubólusetningu 1976
Bjarni A. Agnarsson, Kari G. Kristinsson, SigurSur Thorlacius læknanemar
Inngangur
Sumarið 1976 var ráðist í að rannsaka ónæmi Is-
lendinga gegn nokkrum inflúenzustofnum, með sér-
stöku tilliti til hugsanlegrar útbreiðslu svínainflú-
enzu veturinn 1976-1977Blóðsýni voru tekin úr
u. þ. b. 1400 einstaklingum víðs vegar um landið og
voru mæld mótefni gegn þremur inflúenzustofnum,
A/Nevv Jersey/8/76, A/Victoria/3/75 og B/Hong
Kong/5/72.
í kjölfar þessarar rannsóknar gafst upplagt tæki-
færi til að kanna gagnsemi inflúenzubólusetningar
hérlendis. Voru tekin blóðsýni úr 81 einstaklingi,
sem bólusettir voru fyrir jólin 1976 og tekið höfðu
þált í rannsókninni um sumarið. Voru því mótefni
þessara einstaklinga þekkt fyrir bólusetningu. Tekin
voru blóðsýni úr 32 vistmönnum á Hrafnistu í
Reykjavík, úr 16 sjúklingum á Sólvangi í Hafnar-
firði og úr 13 vistmönnum á Skjaldarvík við Akur-
eyri. Sýnin voru tekin fjórum til sex vikum eftir
bólusetningu á fyrrgreindum stöðum. Elzti þátttak-
andi var fæddur 1883 en sá yngsti 1919.
Bóluefni það sem notað var kom frá bresku lyfja-
verksmiðjunum Duncan, Flockhart & Co. Ltd. (Ad-
mune Influenza Vaccine B. P., Lot 6H006, framleitt
í ágúst 1976). Gefið var upp að í því væru mótefna-
vakarnir A/New Jersey/8/76, A/Victoria/3/75 og
B/Hong Kong/8/73.
Sýnin sem tekin höfðu verið eftir bólusetninguna,
voru nú mæld með tilliti til sömu mótefna og mæld
höfðu verið í gömlu sýnunum um sumarið. Voru
gömlu sýnin mæld aftur samhliða nýju sýnunum og
mótefni fyrir og eftir bólusetningu þannig borin
saman. Mótefnin voru mæld með „hemagglutina-
tion-inhibition“ aðferðinni (H. I. próf)2.
Niðurstöður
Hópnum var skipt í þrennt eftir magni mótefna í
sermi fyrir bólusetningu. í fyrsta hópinn voru þeir
settir, sem höfðu H. I. títer undir 40 (lítill styrkur
mótefna), í annan hópinn þeir sem höfðu títer 40 og
80 (miðlungshár títer) og í þriðja hópinn þeir sem
höfðu títer hærri en 80. (Mesta þynning sem mæld
var, var 1/640 fyrir A/New Jersey og 1/1280 fyrir
A/Victoria og B/Hong Kong.) Gera má ráð fyrir
að H. I. títer, sem er 40 eða hærri, jafngildi vernd
gegn inflúenzu. Það eru því væntanlega einstakling-
arnir í fyrsta hópnum, sem hafa mesta þörfina fyrir
bólusetningu.
Við mat á hækkun (eða lækkun) mótefna, er gert
ráð fyrir því að hækkunin (eða lækkunin) verði að
nema minnst tveimur þynningum (fjórföldum
styrksmun) til þess að geta talizl marktæk. Niður-
stöðurnar eru færðar í töflu 1.
Styrkur inflúenzumótefna fyrir og eftir bólusetningu
(Tölur tákna fjölda einstaklinga)
Inflúenzumóte fni Fyrir bólusetningu Eftir bólusetningu A/New A/Vic- B/IIong Jersey toria Kong
1. hópur Títer lækkar 0 0 0
Títer <40 Títer óbreyttur 29 28 7
Títer hækkar 17 0 3
2. hópur Títer lækkar 0 4 0
Títer 40 Títer óbreyttur 27 43 37
eða 80 Títer hækkar 0 0 3
3. hópur Títer lækkar 0 4 5
Títer >80 Títer óbreyttur 7 2 23
Títer hækkar 1 0 1
Alls 81 81 79"
* í B/Hong Kong flokki eru aðeins taldir 79, þar sem
tveir einstaklingar reyndust hafa títer hærri en 1280 bæSi
fyrir og eftir bólusetningu. Hæsta þynning var 1/1280 og því
ekki hægt að meta hækkun eða lækkun í þessum tveimur
sýnum.
LÆKNANEMINN
13