Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1977, Qupperneq 19

Læknaneminn - 01.11.1977, Qupperneq 19
Um inflúenzubólusetningu 1976 Bjarni A. Agnarsson, Kari G. Kristinsson, SigurSur Thorlacius læknanemar Inngangur Sumarið 1976 var ráðist í að rannsaka ónæmi Is- lendinga gegn nokkrum inflúenzustofnum, með sér- stöku tilliti til hugsanlegrar útbreiðslu svínainflú- enzu veturinn 1976-1977Blóðsýni voru tekin úr u. þ. b. 1400 einstaklingum víðs vegar um landið og voru mæld mótefni gegn þremur inflúenzustofnum, A/Nevv Jersey/8/76, A/Victoria/3/75 og B/Hong Kong/5/72. í kjölfar þessarar rannsóknar gafst upplagt tæki- færi til að kanna gagnsemi inflúenzubólusetningar hérlendis. Voru tekin blóðsýni úr 81 einstaklingi, sem bólusettir voru fyrir jólin 1976 og tekið höfðu þált í rannsókninni um sumarið. Voru því mótefni þessara einstaklinga þekkt fyrir bólusetningu. Tekin voru blóðsýni úr 32 vistmönnum á Hrafnistu í Reykjavík, úr 16 sjúklingum á Sólvangi í Hafnar- firði og úr 13 vistmönnum á Skjaldarvík við Akur- eyri. Sýnin voru tekin fjórum til sex vikum eftir bólusetningu á fyrrgreindum stöðum. Elzti þátttak- andi var fæddur 1883 en sá yngsti 1919. Bóluefni það sem notað var kom frá bresku lyfja- verksmiðjunum Duncan, Flockhart & Co. Ltd. (Ad- mune Influenza Vaccine B. P., Lot 6H006, framleitt í ágúst 1976). Gefið var upp að í því væru mótefna- vakarnir A/New Jersey/8/76, A/Victoria/3/75 og B/Hong Kong/8/73. Sýnin sem tekin höfðu verið eftir bólusetninguna, voru nú mæld með tilliti til sömu mótefna og mæld höfðu verið í gömlu sýnunum um sumarið. Voru gömlu sýnin mæld aftur samhliða nýju sýnunum og mótefni fyrir og eftir bólusetningu þannig borin saman. Mótefnin voru mæld með „hemagglutina- tion-inhibition“ aðferðinni (H. I. próf)2. Niðurstöður Hópnum var skipt í þrennt eftir magni mótefna í sermi fyrir bólusetningu. í fyrsta hópinn voru þeir settir, sem höfðu H. I. títer undir 40 (lítill styrkur mótefna), í annan hópinn þeir sem höfðu títer 40 og 80 (miðlungshár títer) og í þriðja hópinn þeir sem höfðu títer hærri en 80. (Mesta þynning sem mæld var, var 1/640 fyrir A/New Jersey og 1/1280 fyrir A/Victoria og B/Hong Kong.) Gera má ráð fyrir að H. I. títer, sem er 40 eða hærri, jafngildi vernd gegn inflúenzu. Það eru því væntanlega einstakling- arnir í fyrsta hópnum, sem hafa mesta þörfina fyrir bólusetningu. Við mat á hækkun (eða lækkun) mótefna, er gert ráð fyrir því að hækkunin (eða lækkunin) verði að nema minnst tveimur þynningum (fjórföldum styrksmun) til þess að geta talizl marktæk. Niður- stöðurnar eru færðar í töflu 1. Styrkur inflúenzumótefna fyrir og eftir bólusetningu (Tölur tákna fjölda einstaklinga) Inflúenzumóte fni Fyrir bólusetningu Eftir bólusetningu A/New A/Vic- B/IIong Jersey toria Kong 1. hópur Títer lækkar 0 0 0 Títer <40 Títer óbreyttur 29 28 7 Títer hækkar 17 0 3 2. hópur Títer lækkar 0 4 0 Títer 40 Títer óbreyttur 27 43 37 eða 80 Títer hækkar 0 0 3 3. hópur Títer lækkar 0 4 5 Títer >80 Títer óbreyttur 7 2 23 Títer hækkar 1 0 1 Alls 81 81 79" * í B/Hong Kong flokki eru aðeins taldir 79, þar sem tveir einstaklingar reyndust hafa títer hærri en 1280 bæSi fyrir og eftir bólusetningu. Hæsta þynning var 1/1280 og því ekki hægt að meta hækkun eða lækkun í þessum tveimur sýnum. LÆKNANEMINN 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.